Mótmælið frekar kleinubakstri

Þessi fíflalæti í Saving Iceland eru að stórskemma fyrir þeim sem vilja standa vörð um íslenska náttúru og hefur orðið mikið ágengt í sinni baráttu. Málefnaleg rök og upplýstar umræður hafa bjargað margri gerseminni en þessi vitleysa verður til þess að þeir sem vilja viti borna umræðu og gagnrýni verða því miður settir í bás með þessari vitleysu, þegar næst verður knúið á dyr með mótmæli.

Saving Iceland ætti frekar að fara að mótmæla kleinubakstri Íslendinga. Mörg rök má örugglega finna gegn kleinubakstri, en það skiptir kannski ekki einu sinni máli hvort þau sé að finna. Það mætti bara benda á að Danir hafa takmarkað kleinubakstur við jól.

Ekki eyðileggja náttúruvernd á Íslandi með þessari vitleysu.


mbl.is Þáðu ekki boð um fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég á vin sem lítur á kleinuát sem sjálfsvígstilraun enda eru þær sérdeilis feitar og óhollar. Sem betur fer er þó fólki í sjálfsvald sett hvort það borðar kleinu eður ei. Það eru ekki allir í heiminum svo heppnir að búa við það frelsi að geta valið það sem þeir setja ofan í sig. Sumsstaðar er vatnið eitrað, einmitt vegna umsvifa álfyrirtækjana sem Friðrik vill endilega bjóða velkomin hingað og rústa náttúrunni fyrir.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 12:47

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Saving Iceland fékk gullið tækifæri til að ræða við Friðrik og benda á það hvernig samstarfsaðilar hans haga sér í þriðja heiminum. Það hefði verið athyglisvert að heyra hvað hann hefur um það mál að segja. Þau klúðruðu því, því miður.

Villi Asgeirsson, 25.7.2008 kl. 13:12

3 identicon

Friðrik veit það fullvel. Honum er bara alveg sama.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 14:14

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Auðvitað veit hann það, en þau leyfðu honum að snúa stöðunni sér í vil.

Villi Asgeirsson, 25.7.2008 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband