Hressilegt að heyra af almennilegum sakamálum

Í gamla daga voru varla til verri glæpir en sauðaþjófnaður og gott er að sjá að lögreglan telji sauðaþjófa ekki ganga lausa í Hornafirði.

Þegar maður les "Öldin okkar" er nefnilega farið jöfnum höndum um umfjöllun um sauðaþjófnaði og mannsmorð, sem maður skyldi ætla að sé vísbending um hversu mikið rými málin voru að fá í annálum og almennri umræðu þess tíma - enda fátt lítilmótlegra en að stela björginni hver af öðrum.

Það var helst að hrossaþjófnaður fengi meiri athygli.

Í dag stela menn björginni hægri vinstri hver af öðrum, þá helst í formi skattsvika, en einnig með okurkjörum á neytendamarkaði sem fær þrifist vegna lítillar samstöðu neytenda gegn fákeppnisaðilunum.

...og telst varla fréttnæmt.


mbl.is Mál vegna meints sauðaþjófnaðar fellt niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Ertu nú farinn að styðja okkur öryrkjana í kjaramálum.

Eiríkur Harðarson, 6.8.2008 kl. 18:26

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Bíddu, hef ég ekki alltaf gert það Eiríkur?

Gestur Guðjónsson, 6.8.2008 kl. 18:36

3 Smámynd: Hlini Melsteð Jóngeirsson

Sæll Gestur,

Satt og rétt segirðu frá eins og endranær. 

Kveðja

Hlini Melsteð Jóngeirsson, 6.8.2008 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband