Atvinnumál ekki á ábyrgð ríkisstjórnarinnar?
7.8.2008 | 00:01
Undanfarið hefur læðst að manni sá grunur að núverandi ríkisstjórn telji atvinnuuppbyggingu ekki á sínu verksviði. Mýmargt í gjörðum og aðgerðaleysi hennar hefur rennt stoðum undir það, en í Kastljósviðtali kvöldsins tók Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, af allan vafa þegar hún svaraði spurningum um úrskurð sinn um umhverfismat atvinnuuppbyggingar við Húsavík:
"Það er ekki stefna ríkisstjórnarinnar að reisa álver, það er stefna sveitastjórna, sem sjá um atvinnuuppbyggingu í landinu, að efla atvinnuuppbyggingu á sínum svæðum."
Orðskrúð Össurar Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra, Kristjáns L Möller og annarra Samfylkingarmanna í NA kjördæmi er sem sagt bara merkingarlaust hjal, beins stuðnings er ekki að vænta og viljayfirlýsing iðnaðarráðherra marklaust plagg, enda málið ekki á verksviði ríkisstjórnarinnar.
Það er greinilegt að Framsókn er ekki lengur í ríkisstjórn.
Leiða leitað til að koma í veg fyrir töf á Bakkaframkvæmdum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er greinilega enginn Halldór Ásgrímsson né nokkur Valgerður Sverrisdóttir í ríkisstjórninni.
Sigurgeir Jónsson, 7.8.2008 kl. 00:14
Það er nú löngu bersýnilegt, aðgerðaleysið er gríðarlegt og síðan hreykir Geir Hilmar sér af því.
Eiríkur Harðarson, 7.8.2008 kl. 00:16
Það er nú gott að það sé engin framsókn í ríkisstjórn....því þá væri ennþá valtað yfir okkur á skítugum skónum.
Hilmar Dúi Björgvinsson, 7.8.2008 kl. 01:22
Sæll Gestur.
Þetta var einkennilegur kattaþvottur, annað verður ekki sagt.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 7.8.2008 kl. 02:16
Sæll Gestur
Það er leitt að heyra að það er ekki verkefni þessarar ríkistjórnarinnar að vinna að atvinnuuppbyggingu.
Spurningin nú er hvort við viljum ekki næst ríkistjórn sem vill vinna að atvinnuuppbyggingu í landinu.
Kveðja
Hlini Melsteð Jóngeirsson, 7.8.2008 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.