Hvaða möguleikar eru í stöðunni fyrir Ólaf F?
11.8.2008 | 23:56
Farsinn í kringum meirihlutann í borginni hlýtur að fara að enda.
Ólafur F Magnússon hlýtur að gera sér grein fyrir því og vera að leggja spilið niður fyrir sig.
Hann á nokkra kosti:
- Að líta á málefnasamninginn sem rammasamning, verða forseti borgarstjórnar og týnast. Hver hefur tekið eftir Vilhjálmi Þ undanfarið? Hvernig verður staða hans fyrir næstu kosningar, þar sem kjósendur munu ekki muna verk hans, bara muna stemminguna í kringum setu hans sem borgarstjóra, "alltaf eitthvað vesen" sem er honum ekki til framdráttar. Fólk mun hins vegar frekar muna verk Hönnu Birnu sem borgarstjóra sem kynnt verða og framkvæmd rétt fyrir kosningar og launa henni það. Þannig verður afar erfitt að keyra F-listaframboð á því í næstu kosningum.
- Að segja að málefnasamningurinn hafi tiltekið einn mann sem arftaka sinn, Vilhjálm Þ Vilhjálmsson. Ef breyta eigi því þurfi að semja upp á nýtt og þá sé eðlilegast að hann sitji áfram sem borgarstjóri, ætli Sjálfstæðisflokkurinn að geta stólað á hann. Þannig eigi hann möguleika á að vera sýnilegur í aðdraganda kosninga.
- Ganga í Sjálfstæðisflokkinn. Það gæti gefið honum marga möguleika. Hann gæti samið um að fá öruggt sæti á næsta framboðslista, hugsanlega áframhaldandi borgarstjórasetu eða formennsku í þeim nefndum sem hann kysi, t.d. skipulagsráði.
- Að sprengja meirihlutann og taka aftur upp Tjarnarkvartettinn. Það er erfitt að sjá að það verði nokkurn tíma hægt að byggja aftur upp það traust sem þarf til þess, sérstaklega í ljósi síendurtekinna ómaklegra árása hans á Framsókn. Ólafur F er algerlega búinn að mála sig út í horn hvað það varðar.
- Að segja af sér í borgarstjórn og hleypa "gamla" Tjarnarkvartettnum að, með Margréti Sverris í forystu.
Það að Tjarnarkvartettinn verður ekki endurlífgaður með Ólaf F innanborðs gerir það að verkum að meirihlutamyndun án aðkomu Sjálfstæðisflokksins, í heilu lagi eða bútum, er ómöguleg.
Líklegast hefur Ólafur F því bara tvo möguleika á því að framlengja pólitískt líf sitt, það er að ganga aftur í Sjálfstæðisflokkinn eða heimta borgarstjórastólinn áfram og vona að honum verði ekki hent á dyr.
Valið er Sjálfstæðismanna.
Skipt um fulltrúa í skipulagsráði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hva Gestur minn ég held og tel að við deilum því áliti saman, maðurinn er að verða ef ekki búinn að fremja pólitískt sjálfsmorð.
Eiríkur Harðarson, 12.8.2008 kl. 19:19
Löngu búinn að því. Það er bara spurning hvort hann trúi á upprisu
Gestur Guðjónsson, 12.8.2008 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.