Tjarnarkvartettinn var ekki möguleiki
14.8.2008 | 17:46
Nú er komið á hreint að meirihluti Tjarnarkvartettsins var aldrei möguleiki, enda báðir samstarfsmenn Ólafs F borið það til baka að hann hafi ætlað sér að segja af sér til að rýma fyrir Margréti Sverris.
Þannig að næsti leikur í stöðunni hlýtur að vera að kanna með hvaða hætti sé hægt að stjórna borginni með vitrænum hætti.
- Það er á ábyrgð allra kjörinna borgarfulltrúa. Til þess buðu þeir sig fram og undir þeirri ábyrgð verða þeir að standa. Allir.
Það verður víst ekki gert nema með aðkomu Sjálfstæðisflokksins, þótt hann hafi ekki sýnt af sér góða stjórnunarhæfileika á síðustu misserum. Við það verður fólk að sætta sig.
Vinstri Græn og Samfylkingin verða að svara því, hvernig þau sjá fyrir sér stjórn borgarinnar áður en þau gagnrýna aðra fyrir að reyna að finna fleti á því hvernig stjórna eigi borginni út kjörtímabilið.
Helst sæi ég fyrir mér þjóðstjórn með aðkomu allra framboða nema Ólafs F og verða VG og S að svara því hvort þau séu tilbúin til þess að taka þátt í henni.
Ef yfirlýsing VG og S um áhuga á slíku fyrirkomulagi kæmi fram, er komin upp ný staða að vinna úr.
Bera til baka fréttir um Tjarnarkvartett | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hans stíll er að taka ákvarðanir fyrst og tilkynna þær eftir dúk og disk og bakka svo út úr þeim ef einhver hreyfir andmælum.
Gestur Guðjónsson, 15.8.2008 kl. 09:25
Óskar virðist hafa farið offari og varaborgarfulltrúi flokksins styður ekki þennan meirihluta..... styrkur hans er því engu meiri en fyrri meirihluta með Ólafi F og samkvæmt skoðanakönnunum er Óskar 2% maður en Ólafur F 1,8% sem er skrúmskæling á stöðu og lýðræði að færa slíku undirmálsstjórnmálaafli jafn mikil völd og áhrif. Það er greinilegt að Marsibil er vandari að virðingu sinni en Óskar og stendur við heiðurmannasamkomulag minnihlutans.
Jón Ingi Cæsarsson, 15.8.2008 kl. 10:04
Stóri munurinn er að Óskar hefur flokk á bakvið sig en Ólafur F ekki. Það má kannski segja að Ólafur F hafði læknisvottorð, sem var kannski ekki , en Óskar ekki !
Gestur Guðjónsson, 15.8.2008 kl. 10:06
Það breytir litlu enda kemur ekki á óvart....2% Framsóknarflokkur og enginn varaborgarfulltrúi... auk álitshnekkis þess manns sem svíkur án þess að blikna... en kom mér í sjálfu sér ekki á óvart.
Jón Ingi Cæsarsson, 15.8.2008 kl. 10:20
Jón Ingi: Nú er rétt að þú útskýrir hver sveik hvað
Gestur Guðjónsson, 15.8.2008 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.