Glæsileg byrjun á stórmótaferli Bergs Inga

Bergur Ingi Pétursson stóð sig eins og hetja í sleggjukastinu í morgun. Hann hefur verið í mikilli framför og eðlilegt að menn nái ekki endalaust að bæta sig, en þetta er hans 6. besti árangur frá upphafi skv afrekaskrá FRÍ .

Maður þarf líka að hafa í huga að Bergur hefur ekki haft langan tíma að vinna út frá því að vera með öruggt Ólympíusæti, heldur verið að berjast við það fram á síðustu stundu að komast til Kína yfirhöfuð, sem hefur óneitanlega áhrif á það hvernig æfingarnar eru settar upp.

Ég er sannfærður um að þessi reynsla mun nýtast þessum 23 ára afreksmanni vel í framtíðinni og tel að hægt sé að panta strax flugmiða fyrir hann á stórmót næstu margra ára.


mbl.is Bergur Ingi kastaði 71,63 metra í Peking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta var fínt hjá honum.

Sigurjón Þórðarson, 15.8.2008 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband