Viljalaus viljayfirlýsing Össurar um Bakka
28.8.2008 | 13:22
Kristján Vigfússon skrifaði ágæta færslu um daginn, þar sem hann hvetur til þess að Íslendingar fari að standa sjálfir í stóriðju, þannig að þjóðarbúið haldi eftir sem mestu af þeim verðmætum sem auðlindir okkar skapa.
- orð í tíma töluð.
Þetta hefur Össur Skarphéðinssoni ðnaðarráðherra lesið og verið sammála.
- eðlilega.
En iðnaðarráðherra í ríkisstjórn Íslands, sem nýbúinn er að undirrita viljayfirlýsingu um álver á Bakka, getur undir engum kringumstæðum hvatt til þess að Íslendingar fari að byggja sama álver meðan viljayfirlýsingin er í gildi. Hann er búinn að gefa loforð og við það verður hann að standa. Að gefa út að hann vonist til þess að Alcoa hætti við er alveg hreint með ólíkindum og sýnir að hann hafi engan vilja til að standa við viljayfirlýsingu sína.
- eru engin loforð Samfylkingarinnar pappírsins virði?
Ég var að vonast til að það Samfylkingin léti nægja að svíkja kosningaloforð sín af þeirri ástæðu að nú sé hún komin í ríkisstjórn, eins og Helgi Hjörvar benti á, en nú virðist koma á daginn að vandinn sé víðfeðmari og líklegast krónískur.
- er nema að undra að þjóðarbú sem stýrt á þennan hátt njóti lítils trausts?
Kreppa af völdum ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.