Pólitísk afskipti ráðherra af eftirlitsstofnunum

Eitthvað held ég að Bjöggi í Skarði, viðskiptaráðherra, sé að misskilja hlutverk sitt þegar hann sendir tilmæli til fyrirtækja á frjálsum markaði, eitthvað sem ekki er til í íslenskri stjórnsýslu, og sigar svo eftirlitsstofnunum á þau, áður en fyrirtækjunum gefst einu sinni kostur á að svara fyrir sig, eins og í tilfelli olíufélaganna.

Ég skyldi umræðuna síðast þegar lögum var breytt á þá leið að verið væri að tryggja sjálfstæði Samkeppnisstofnunar enn frekar, enda er trúverðugleiki stofnanna afar mikilvægur og ef ég man rétt var helsta gagnrýni þáverandi stjórnarandstöðu, sem núverandi viðskiptaráðherra var í, að ekki væri nægur aðskilnaður. Sama á við um Fjármálaeftirlitið.

Svo kemur ráðherrann og skipar þessum sjálfstæðu eftirlitsstofnunum fyrir hægri vinstri.

Er þá eitthvað að marka niðurstöður þeirra, fyrst aðgerðir þeirra og skoðanir eru meira og minna framkvæmdar að áeggjan stjórnmálamanna?

Hvernig á að skoða gagnrýni þeirra á meinta aðkomu Davíðs Oddssonar að upphafi Baugsmálsins í þessu ljósi?

Það undarlegasta við þessi síðustu tilmæli ráðherra er að Talsmaður neytenda hefur einmitt hafið nákvæmlega sömu rannsókn að eigin frumkvæði.

Fylgjast menn ekkert með í ráðuneyti viðskipta og neytendamála?

Svo því sé til haga haldið er rétt að taka fram að ég er starfsmaður Olíudreifingar, dótturfélags Olís og N1, en hef ekkert að gera með verðlagningu á eldsneyti.


mbl.is Olíuverzlun Íslands gagnrýnir stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband