Enn ein skýrslan um strandflutninga
16.9.2008 | 10:27
Það er ekki einleikið hvað menn eiga erfitt með að skilja hvernig flutningar um landið fara fram.
Enn og aftur er viðhaldið þeirri bábilju að strandflutningar séu aflagðir og skoða þurfi að koma þeim á aftur.
Fyrir það fyrsta þá eru strandsiglingar alls ekki aflagðar. Þær eru meiri nú en áður ef eitthvað er, þótt skipin séu hætt að sigla hálftóm hringin í kringum landið samkvæmt einhverri áætlun.
Samskip og Eimskip bjóða upp á strandflutninga frá Reykjavík til Vestmannaeyja og Austurlands, Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Ég heyri ekki annað á þeim en að nýtingin á þeim sé skelfileg og væri ekki komið við á þessum stöðum nema vegna þess að frá þessum stöðum er útflutningur sem fer beint út. Það er í sjálfu sér strandflutningur, ef menn skilgreina Reykjavík sem eina vöruflutningamiðstöðin, eins og þessi umræða snýst öll um í vanþekkingu sinni.
Þar að auki er salt, mjöl, lýsi, áburður, olía og mikið magn frosinna fiskafurða, flutt beint inn og út á ströndina. Allt er þetta strandflutningur auk þess sem ferskur fiskur er fluttur út með Norrænu, sem er einnig strandflutningur við þær forsendur sem þessi umræða gefur sér.
Það er rétt að hver tonnkílómeter mengar minna og kostar minna ef hann er á sjó miðað við vegaflutninga, en inn í þann reikning verður að taka lagerhald úti á landi, kostnað við umskipun, þjónustustig og þau lífsgæði sem felast í stöðugu aðgengi að ferskum matvörum, sem strandflutningar geta ekki veitt.
En ég fagna því að viðhalda eigi flutningsjöfnun olíuvara. Þar á Birkir J Jónsson heiður skilinn fyrir að standa vaktina og vekja aðra þingmenn til vitundar um nauðsyn hennar.
Flutningsjöfnunarsjóður olíuvara verði starfræktur áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er ekki meira verið að vitna til þess þegar Rískisskip var og hét - Rískiskip verður nú sennilega aldrei aftur en á sama tíma voru þessir stóru líka að sigla á stærri hafnirnar Ísafjörður - Akureyri - Húsavík (Kísill) - Neskaupstaður - Vestmannaeyjar, samgöngur á landi voru ekki svo góðar á þeim tíma og kanski í svipaðri stöðu í dag miðað við stærð flutningatækja á vegum nú, áburður var að mestu leiti fluttur með skipum Ríkisskipa eða á vegum SIS - þegar best lét vour viðkomur á 31 eða 32 "höfnum" landið um kring. Í Noregi eru enn viðhafðir strandflutningar bæði með vörur sem og fólk.
Jón Snæbjörnsson, 16.9.2008 kl. 14:57
Sæll Gestur.
Annaðhvort ertu ekki búin að kinna þér málvexti eða vilt ekki skoða hlutina nema í skýrslu sem var keypt. Þú hlýtur að vera sammála um að það þarf ekki að flytja gám til Reykjavíkur eða Reyðarfjarðar örar en skipaferðir til Evrópu eða BNA eru. Það þarf ekki að vera að transporta með byggingarvörur á þjóðvegum. Það eina sem þarf er að menn hugsi kannski 2 daga fram í tíman. Ég veit allt um þessa flutninga sem ´þú ert að tala um s.s frysti og mjölflutninga, ég er einmitt einn af þeim sem sjá um þann hluta í því fyrirtæki sem ég vinn hjá. En ég var líka skipstjóri á Jaxlinum sem var að sigla á Vestfirði og ég sá hversu mikilvægir þessar siglingar voru fyrir heimamenn en það var Eimskip sem stóð í vegi fyrir því að við gætum lifað. Menn beittu fyrirtækjum þvingunum ef þeir flyttu með okkur og einnig var verðum dömpað niður á ýmsum vörutegundum ég get nefnt þér nokkur dæmi þess vegna.
Ég sá líka þegar veður og færð voru slæm þá sannaðist hversu mikilvægt var að hafa strandflutninga.
Þú talar um að bílar mengi minna, ég skil ekki þetta röksemd, tökum dæmi í einum vörubíl er 600 hestafla vél og bíllinn tekur 1 gám. í skipi eins og Jaxlinum sem tók 18 gáma + 1500 tonnum af annarri vöru var 1500 hestafla vél. Hver er munurinn á útblasti? Á vörubil er smurolía líka í skipinu. Svona má lengi telja. Sú fullyrðing sem segir að skip mengi meira en bílaflotinn er alröng.
Það er engin vangi að reikna sig í tap í exel ef menn ætla sér það með fyrirfram gefnum forsendum.
Ég get líka nefnt þér annað dæmi: m.s Skeiðfaxi flutti 400 tonn af sementi í hverri ferð í Skeiðfaxa er minni vél heldur í einum bíl sem tekur 22 tonn. það þarf 20 bíla til að aka sama magni á hverjum einasta degi enda er vegurinn frá Akranesi að Hvalfjarðargöngum ónýtur þó að nýr sé. Menn hættu þessu til að fá styrk úr flutningajöfnunarsjóðnum. Ef Strandflutningar fengju sama styrk væri hægt að reka skipið nánast frítt (Olíu og annað sem til þarf til daglegs rekstur) þetta er um 90.000.000 á ári. Eigum við að ræða meira um þetta???
Einar Vignir Einarsson, 16.9.2008 kl. 19:36
Einar:
Ég þekki ekki til viðskiptahátta á landflutningamarkaði, hef heyrt margar kjaftasögur, en get ekki tekið afstöðu til þess sem þú skrifar með Jaxlinn og þvingana á markaði. Það er ákveðinn farvegur sem menn eiga að fara með slík mál, en það er í gegnum Samkeppnisstofnun. Veit ekki til þess að Jaxlmenn hafi gert það. Endilega leiðréttu mig ef það er ekki rétt.
Ég sagði hvergi að bílar mengi minna. Ég sagði einmitt að hver tonnkílómeter á skipi mengaði minna en á bíl, en inn í þá reikninga þurfi að taka fleiri þætti, því ef skipin eru illa nýtt endar mengunin á að verða meiri við sjóflutningana. Þess vegna má ramminn í kringum flutningana ekki að vera með þeim hætti að sú verði raunin.
Skeiðfaxi var lagður af þegar flutningsjöfnunin var lögð af. Rekstur hans var nefnilega borgaður af flutningsjöfnunarsjóði sements, þannig að rekstraraðilar Skeiðfaxa þurftu ekki að hugsa um hagkvæmni rekstursins. Um leið og þeir þurftu þess var óhjákvæmileg sú niðurstaða sem varð, enda Hvalfjarðargöngin komin og forsendur því algerlega breyttar.
Gestur Guðjónsson, 16.9.2008 kl. 22:37
Gestur, skoðaðu málið betur ég trúi hreinlega ekki að þú meinir þetta, sem þú segir um strandflutninga. Ríkið hefur verið að hygla skipafélögunum til landflutninga og þau hafa verið með okurverð á öllum flutningum. Ef strandflutningar milli nokkurra lykilhafna kæmust á yrði verulegur þjóðhagslegur sparnaður af því. Fyrir utan það að létta stærstum hluta flutningabílana af þjóðvegunum, sem er stórt mál, því hver bíll slítur vegunum á við tugi fólksbíla. Hefurðu annars verið eitthvað að ferðast um þjóðvegina að undanförnu og mætt þessum trukkum í röðum? Þeir eiga enga samleið með fólksbílum.
Haraldur Bjarnason, 16.9.2008 kl. 22:41
Sé nýja færslu hjá þér núna. Skeiðfaxi er í fullri útgerð núna og fer reglulega bæði til Reyðarfjarðar og Akureyrar. Aldrei meira að gera fyrir hann en nú.. Víglundur er búinn að uppgötva hagkvæmni sjóflutninga á sementi og sér að kostnaður við hvert tonn er margfalt minni en við landflutninga. Skeiðfaxi siglir ekki til Reykjavíkur lengur. Það er bara eins og innanbæjarvegur frá Akranesi.
Haraldur Bjarnason, 16.9.2008 kl. 22:43
Haraldur; Hvað á ég ekki að meina? Strandflutningar eru hagkvæmir, umhverfisvænir og spara vegina, enda hafa þeir aukist ef eitthvað er síðustu árin. Bara ekki áætlanastrandflutningar og flutningar á smásendingum.
Gestur Guðjónsson, 16.9.2008 kl. 23:52
Smásendingar verða aldrei fluttar með skipum en nú fyrir stuttu var ákveðið af Samskipum að flytja allt efni í aflþynnuverksmiðju hingað til Akureyrar landleiðina að sunnan. - Af hverju ekki að koma með að sjóleiðina beint að utan?. Hreinlega neitað að flytja það sjóleiðina. Mig minnir að þetta hafi verið 60 stykki af 40 feta gámum, sem þýðir 40 trailerar en eitt flutningaskip. Það er ekkert vit í svona löguðu og skipafélögin stjórna en ekki ríkisvaldið. Þau eru að tæta upp þjóðvegina okkar á kostnað almennings.
Haraldur Bjarnason, 17.9.2008 kl. 00:01
Þessir bílar sem fluttu gámana norður eru sömu bílar og flytja ferska fiskinn suður til Keflavíkur, sem ég heyri engan amast við.
En 60 stk 40' gámar nær ekki nema að fylla smá hluta af skipi, er það umhverfisvænt að sigla skipi hálftómu, er það hagkvæmt, jafnvel þótt slitið á vegunum væri reiknað inn á fullu verði, sem gjaldtakan af flutningabílunum á reyndar að standa undir?
Gestur Guðjónsson, 17.9.2008 kl. 00:19
Hér á Akureyri er nánast engum fiski landað lengur. Guðmundur vinalausi landar öllu syðra og sömuleiðis Samherjamenn. Hvað fisk áttu við??? Skip eru líka misstór og 60 gámar gera nú talsvert. Talsvert meira en það sem Víglundur áttaði sig á þegar hann fór að flytja sementið aftur sjóleiðina.
Haraldur Bjarnason, 17.9.2008 kl. 00:44
Skinfaxi er að fara með fullfermi norður og austur. Það er talsvert annað en að fara með hálftóm skip milli hálfa leiðina kringum landið og svo tómt til baka.
Gestur Guðjónsson, 17.9.2008 kl. 01:23
Skeiðfaxi fer nú alltaf tómur til baka. Hins vegar koma flutningaskipin ekki til með að gera það frekar en flutningabílar í dag.
Haraldur Bjarnason, 17.9.2008 kl. 09:28
Æi kallinn minn kynntu þér aðeins málin þetta er orðið hálf vandræðalegt hjá þér stangast allt á. - mbk - Halli Bj.
Haraldur Bjarnason, 19.9.2008 kl. 01:54
Það vill þannig til að ég kannast barasta talsvert við þessi mál, enda starfa ég í flutningabransanum. Að hvaða leiti stangast þetta á hjá mér?
Gestur Guðjónsson, 21.9.2008 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.