Munar litlu um einn flokk enn
17.9.2008 | 22:29
Kosningabandalagið Samfylkinguna munar lítlu um að bæta fimmta flokknum í samstarfið með því að bjóða Kristin H Gunnarsson í þingflokk sinn.
Hvort þingflokkurinn sé samsettur af fjórum sem ekki ná samstöðu eða fimm hópum sem ekki ná samstöðu getur litlu breytt fyrir heildarniðurstöðuna.
Einhver kynni að segja að hann væri bara að sameinast á ný félögum sínum í Alþýðubandalaginu, en það er bjartsýni að halda það. Kristinn H er skynsamur rökfastur og fastur á sínum skoðunum og lætur ekki skipa sér í hjörð sem fylgir leiðtoga sínum í blindni. Hann fer sínar eigin leiðir.
Fyrir eru Alþýðuflokkurinn, sem hélt að hann þyrfti að sætta sig við að stefnuna Fagra Ísland eftir kosningar og hætta allri atvinnuuppbyggingu, en hefur þess í stað þurft að sætta sig við að efnahagsstefna Jóns Sigurðssonar hefur verið stungið ofan í skúffu, Þjóðvaki Jóhönnu Sigurðardóttur, sem hefur lagt áherslu á velferðarmálin og gengið vel með þau, Alþýðubandalagið og Kvennalistinn, sem hefur staðið sig svo vel í samningunum við ljósmæður, þannig að mun litlu breyta að bæta Kristni H við.
Össur býður Kristin H. velkominn í Samfylkinguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Gestur.
Össur hefur gleymt því að hann er ráðherra við þessa bloggfærslu að sjá má.
hef ekki heyrt neitt um það að Kristinn sé á leið út úr Frjálslynda flokknum.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 18.9.2008 kl. 00:04
Kiddi ,,sleggja" fer aldrey í samfylkinguna, afsakið (gamla flokksbrotið)
Eiríkur Harðarson, 18.9.2008 kl. 01:07
Sveinn, síðan hvenær, þótt hans hugmyndir falli oft saman við hugmyndir Framsóknar, skildu leiðir
Guðrún María: Ég er ekki að bregðast við áreitinu frá Nýju afli, sem vonandi er ekki að ná undirtökunum í flokknum ykkar, heldur þeirri stöðu sem Samfylkingin er í að það muni litlu um fleiri bragðtegundir í grautinn.
Eiríkur: Það má vel vera.
Gestur Guðjónsson, 18.9.2008 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.