Upp úr skotgröfunum með Evrópuumræðuna !

Grein þeirra Birkis, Páls og Sæunnar í Fréttablaðinu í dag um að fara eigi í kosningu næsta vor um hvort fara eigi í aðildarviðræður við ESB er eðlilegt framhald af þeirri umræðu sem hefur gerjast innan Framsóknarflokksins á undanförnum árum og áratugum.

Steingrímur Hermannsson vann mikla og vandaða undirbúningsvinnu við gerð EES samningsins, sem ríkisstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks rak svo endanhnútinn á. Jón Baldvin hljóp reyndar endasprettinn það hratt að stjórnarskráin var skilin eftir í uppnámi. Málið var ekki klárað til enda og því var hluti Framsóknar á endanum á móti samþykkt hans og þá vegna stjórnarskrárinnar, ekki af heimóttarskap eins og margir hafa viljað halda á lofti.

Kannski voru það klækindi Jóns Baldvins að láta ekki breyta stjórnarskránni til að þurfa ekki í gegnum kosningar með málið og eins til að láta ekki líta út fyrir að framsalið væri eins mikið og raun var og eiga á hættu að Sjálfstæðismenn skiptu aftur um skoðun í málinu.

Að samningnum samþykktum hefði átt að breyta stjórnarskránni í næstu kosningum. Það er enn eftir og ljóst að þarf að gera vegna þess framsals á fullveldi sem hlaust af EES samningnum en reyndar einnig öðrum gjörðum, eins og t.d aðildina að mannréttindadómstóli Evrópu sem hefur yfirþjóðlegt vald, þar sem niðurstöður hans eru bindandi fyrir Íslendinga.

Það breytir því samt ekki að hægt er að fara í aðildarviðræður stjórnarskrárinnar vegna, en áður en til hugsanlegrar inngöngu kæmi þyrfti að vera búið að breyta henni, þó fyrr hefði verið.

Halldór Ásgrímsson sá þörfina á því að kalla eftir umræðu um stöðu Íslands í Evrópu í sinni formannstíð. Gerði hann það af yfirburðaþekkingu og yfirvegun, en í andstöðu við ýmsa innan flokksins. Af tillitssemi við þá var umræðan ekki keyrð eins mikið áfram og eðlilegt hefði mátt telja og skapaðist talsverð togstreita innan flokksins vegna þess. Að mínu mati var þessi andstaða á misskilningi byggð. Það að keyra umræðu áfram er ekki það sama og að þvinga fram ákveðna niðurstöðu, heldur ósk um að öll vafamál og hagsmunir séu kortlagðir og metnir áður en afstaða er tekin.

Framsókn hefur nefnilega ekki á neinum tímapunkti tekið afstöðu til spurningarinnar um inngöngu í Evrópusambandið, til þess hafa ekki verið nægjanlega skýrar forsendur.

Í stuttri formannstíð Jóns Sigurðssonar var jafnvægi komið á umræðuna innan flokksins. Var það skýr stefna hans að fara þyrfti yfir málið í heild sinni og af yfirvegun og afstöðu yrði að taka í styrkleika en ekki veikleika.

Í augnablikinu stendur íslenskt efnahagslíf veikt, en þar með er ekki sagt að við eigum að hætta að hugsa um landsins gagn og nauðsynjar til framtíðar. Við eigum einmitt að íhuga málið vel núna og gaumgæfa, þannig að við séum tilbúin að taka afstöðu þegar betur árar og við stöndum sterkum fótum á ný. Það gæti orðið fyrr en seinna, því íslenskt efnahagslíf verður örugglega fljótt að jafna sig með allan þann kraft sem býr í þjóðinni og þær auðlindir sem við búum að.

Þess vegna er okkur nauðsyn að halda áfram að leita svara við spurningunni hvort okkar hag sé betur komið innan ESB eða utan. Guðni Ágústsson og í framhaldinu miðstjórn Framsóknar tóku undir hugmyndir Magnúsar Stefánssonar um að halda ætti tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, sem Björn Bjarnason hefur einnig tekið undir og fylgismenn hans keppast um að eigna honum.

Grein þremenninganna er eðlilegt framhald af þessu ferli og ekki í neinni andstöðu við ályktanir flokksþings, miðstjórnar né orða formanns flokksins. Greinin er skrifuð í ljósi þess að umræðan hefur verið í skotgröfum of lengi og nauðsynlegt er að losa um þann hnút, enda eru svör við þeim ágreiningsefnum sem eftir standa pólitísk og þau svör geta einungis stjórnmálamenn veitt í beinum aðildarviðræðum. Embættismenn ESB sem nú eru heimsóttir, í pínlegu fálmi núverandi ríkisstjórnar, geta engin svör veitt. Þeir hafa ekkert umboð til þess.

Ef þjóðin vill að svaranna sé leitað, þarf umboðið að vera skýrt. Skýrasta umboðið og sterkasta samningsstaðan fæst með þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin er óháð öðrum kosningum.

Á þann hátt yrði gengið hreint til verks. Ef þjóðin vill ekki aðildarviðræður er loftið hreinsað og rammi  stjórnmálanna skýrari í talsverðan tíma. Sömuleiðis yrði ramminn skýrari ef farið yrði í aðildarviðræður. Þá myndu stjórnmálin sameinast um að ná sem besti niðurstöðu í aðildarviðræðum. Það er alveg ljóst að ESB væri mikill fengur af inngöngu okkar og því allt eins víst að við okkar hagsmunir myndu hljóta ríkan skilning. Það er þó ekki vitað fyrirfram og því ekkert sem segir að niðurstaðan yrði samþykkt af þjóðinni og þar með innganga þegar þar að kæmi.

Svaranna þarf að leita og það sem fyrst, því efnahagslífið og þjóðin öll líður fyrir þá herkví sem málið er í núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

Gestur 

Við höfum ekkert að gera með að fara inn í ESB eða þetta helv. tryranny New World Order (NWO) eða þegar öll þessi sambönd þeas : Evrópusambandið (EU), Afríkusambandið (AU), Asíusambandið( Asian Union) , SuðurAmeríkusambandið (SAU) og MiðAmeríkusambandið (CAU) verða síðan sameinuð undir eina allsherjar alheimsstjórn ( "One World Governmet"  ) eða New World Order(NOW)  eins og menn eru að tala um? Því að ég er á því að það verður örugglega mög erfitt þarna etst á topnum hjá Central Banks elítunni Rockefeller & Rothschild liðinu sem kemu til með stjórna öllu með einræð?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 00:59

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þorsteinn: Það er svar við þeirri spurningu sem þarf að svara. Það þýðir ekkert að vera að rífast um keisarans skegg þegar ekki er vitað um hvað er verið að rífast.

Þjóðin þarf að ákveða hvort hún vilji svara þeirri spurningu og að fenginni niðurstöðu aðildarviðræðna, fær hún að svara því.

Gestur Guðjónsson, 19.9.2008 kl. 01:01

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Gestur. ALLT sem máli skiptir um í hverju ESB
aðild felst varðandi Ísland liggur fyrir. Ótal
skýrslur, nefndir og heimsóknir hafa upplýst það. T.d verða áhrif okkar ENGIN innan ESB,
með um 0.4% þingmanna á Evrópuþinginu og
ENGANN í framkvæmdastjórninni. Viðskiptasam-
ningar við öll ríki heims utan ESB yrðu alfarið
í Brussel. Framseljanlegur kvóti á Íslndsmiðum
yrði í uppnámi, gæti með tíð og tíma færst í
hendur erl aðila innan sambandsins. Og svona
má lengi lengi telja. Og skotgrafirnar munu ekki
fækka við aðildarumsókn, heldur stórfjölga,
og flokkar myndu ÞVERKLOFNA eins og þjóð-
in. Því inní þetta allt blandast fullveldi og
sjálfstæði þjóðarinnar.  Skil alls ekki þennan
ofur-ESB-krata-vírus sem virðist hafa hel-
tekið suma og annars ágæta framsóknar-
menn. Því upphaflega var Framsókn mjög
ÞJÓÐLEGUR flokkur, sprottin úr íslenzkum
jarðvegi, hafnandi öllum erlendum ismum.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.9.2008 kl. 13:31

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þjóðin þarf að ákveða hvort hún vilji svara þeirri spurningu og að fenginni niðurstöðu aðildarviðræðna, fær hún að svara því.

Gestur, er ekki réttara að segja að Framsóknarflokknum finnist hann vita hvað þjóðin þurfi að vita. Að Framsóknarflokknum finnst að núna sé hugsanlega möguleiki á því að sjanghæja þjóðinni inn í bandaleg sem þjóðin hefur aldrei viljað ganga í og aldrei séð neitt áhugavert við,- í skjóli öngþveitis á alþjóða fjármálamörkuðum og sem bitnar á almenningi vegna bankaálga.

Þú veit ofurvel að þetta er örþrifaumræða. Hvað ætlið þið að gera næst til að vekja athygli á nauðsyn þess að þjóðin afsali sér hluta af sjálfstæði sinu? Kveikja í Alþingishúsinu ?

Örvænting er ekki stefna, heldur einmitt örvænting. (Panic is not a strategy)

Þú segir sjálfur um sjálfan þig í kynningu bloggs þíns (um höfund)

Fæddur framsóknarmaður en ætlaði að læra að vera sósíaldemókrati í Danmörku. Gat það bara ekki þrátt fyrir 6 ára búsetu og er nú bólusettur fyrir lífstíð. Kerfi sem heldur fimmtungi til fjórðungi fólks atvinnulausu, efnahagsstjórn sem byggir ekki á bindiskyldu eða stýrivöxtum heldur notar atvinnuleysi sem hagstjórnartæki, skattpíning á alla þá sem vilja koma undir sig fótunum þannig að það sé aldrei hægt og skattkerfi sem "neyðir" alla sem eru með háar tekjur til að flýja til Kýpur eða annarra skattaparadísa er einfaldlega samfélag sem ég vil ekki stefna að á Íslandi. Ég vil sjálfbærni, jöfnuð, virðingu og heilbrigði um leið og ég vil fá að njóta mín.

Af hverju heldur þú að þetta sé svona í öllum eldri löndum ESB? Og af hverju heldur þú að þegnum í fyrrverandi kommúnistaríkjum sé farin að ofbjóða miðstýringin í ESB? En samt viltu draga þjóðina þarna inn. Þjóð sem einungis getur tapað á því að ganga einmitt í þetta bandalag því það hefur aldrei áður gerst að svo rík þjóð sem Íslendingar eru orðnir hafi gengið í ESB. En Íslendingar eru einmitt svona ríkir vegna þess að þeir eru EKKI með í ESB.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 19.9.2008 kl. 15:42

6 identicon

Gestur "Það er svar við þeirri spurningu sem þarf að svara."

Fólkið má svar og ég má svar og segja mína skoðun, eða er það bannað?

Annað

Allt sem viðkemur  ESB mynt hefur verið talað um í fjölmiðlum hér,  en öll lög ESB og annað eins og td. núna New World Order ("One World Governmet") hefur ekkert verið  kynnt eða hvað þá sagt frá, og síðan vilja menn eða framsóknarflokkurinn fá niðurstöður til fara svo í  aðildarviðræður.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 17:02

7 identicon

Gestur "Það er svar við þeirri spurningu sem þarf að svara."

Ath leiðr.

Fólkið má svara og ég má svara og segja mína skoðun, eða er það bannað?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 17:06

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Gestur. Taktu meira mark á Gunnari Rögnvaldssyni sem búið hefur í fjölda
ára í ESB og tekið þátt á atvinnurekstri, heldur en einhverju ESB-trúboðum
sem ENGA slíku reynslu hafa, og vita í raun sára lítið hvað þeir segja.
Alveg klárt, að ef ESB sinnar yfirtaka Framsókn verður hann frá og með
þeim degi minn helsti pólitíski andstæðingur, eins og ESB-sinnaðir kratar
eru í dag.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.9.2008 kl. 17:19

9 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Guðmundur: Ég hef, eins og ég hef margoft skrifað á þessa bloggsíðu, ekki gert upp hug minn gagnvart því hvort við eigum að ganga inn, en til að geta tekið þá afstöðu þarf ég að vita um hvað málið snýst í raun og veru.

Maltverjar fengu t.d. undanþágu gagnvart sínum sjávarútvegi og Azoreyjar hafa einnig sérstöðu. Ef við skilgreinum vel hvaða skilyrði við getum ekki sætt okkur við og ESB vill ekki taka tillit til þeirra, er málið "dautt". Ef ekki, er hægt að halda matinu áfram, en á traustari grunni og án ágiskana.

Gestur Guðjónsson, 20.9.2008 kl. 16:50

10 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þorsteinn, einmitt ekki. Leið Framsóknar byggir einmitt á því að spyrja mig og þig á hvaða braut fólk vill fara með umræðuna. Ef fellt verður að fara í aðildarviðræður, geta stjórnmálin einhent sér í að vinna út frá þeim forsendum, í stað þess að umræðan er í tómum moðreyk núna.

Gestur Guðjónsson, 20.9.2008 kl. 16:52

11 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Gunnar, ég er síður en svo aðdáandi ESB. Þykir margt þar miður spennandi og sumt hreinlega vitlaust, en þrátt fyrir það þarf að koma þessari umræðu á eitthvað vitrænt plan hér á landi, þannig að rammi stjórnmálanna verði skýrari. Það þarf að fá svör um vilja þjóðarinnar. Andstæðingar og fylgjendur ESB aðildar geta þá komið með sínar röksemdir í þeirri umræðu. Moðreykinn þarf að blása burt.

Gestur Guðjónsson, 20.9.2008 kl. 17:01

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Gunnar, ég er síður en svo aðdáandi ESB


Það er ég einnig alveg viss um að þú ert ekki.

En ég er jafn handviss um að Framsóknarflokkurinn er núna að nota þetta "lítt aðdáunarverða bandalag" sem stökkpall inná vinsældalista þjóðarinnar og sem falskan björgunarhring þjóðinni til handa á meðan óttinn ríkir. Þjóð sem núna er stödd mitt í erfiðu vaði, því Framsóknarflokkurinn veit að þetta er eina leiðin til að færa þjóðina þarna inn. Færa hana þarna inn á meðan það brennur eldur undir þjóðinni. Sundra og kljúfa þjóðina á meðan óttinn ríkir. Þetta er því mikil hetjudáð Framsóknarflokksins undir ömurlegum kringumstæðum.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 20.9.2008 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband