Takk fyrir mig

Mikið ofsalega er gott að vera Íslendingur og búa við þetta frábæra heilbrigðis- og tryggingakerfi okkar. Við verðum að hlúa að því og standa vörð um grunngildi þess, jafnt aðgengi fyrir alla að bestu þjónustu sem völ er á, um leið og það á auðvitað að þróast áfram til að tryggja sem besta nýtingu fjármuna og skilvirkni kerfisins.

Var að eignast mitt þriðja barn á Landspítalanum og var hver starfsmaðurinn öðrum elskulegri, fumlausari og faglegri í sínum störfum.

Varð hugsað til allra þeirra kvenna sem búa við að þurfa að eignast börn við ömurlegar aðstæður, án hreinlætis og hjálparmiðla, en ekki síst án þjálfaðra ljósmæðra.

Við erum heppin, Íslendingar og takk fyrir mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband