Ég ákalla Samfylkinguna

Þrátt fyrir eðlilega kröfu starfandi formanns ykkar og varaformanns um að skipt verði um í yfirstjórn Seðlabankans, megið þið undir engum kringumstæðum slíta stjórnarsamstarfinu.

Þið sömduð því miður af ykkur þingrofsréttinn í stjórnarmyndunarviðræðunum, sem skrifa má á reynsluleysi og ákafa, þannig að Sjálfstæðisflokkurinn getur, í stað þess að boða til kosninga, auðveldlega samið við VG um myndun einangrunarstjórnar, þar sem landið lokaði sig af, öll eðlileg viðskipti við útlönd yrðu í skötulíki og þjóðfélagið færi á norður kóreskt stig.

Ræða Steingríms J Sigfússonar á eldhúsdegi var á þeim nótum að það er greinilega búið að tala við hann um stjórnarmyndun.

Það má aldrei verða.

Því verðið þið að þreyja þorrann og reyna að hafa eins jákvæð áhrif á Sjálfstæðisflokkinn og þið mögulega getið, jafnvel þótt Geir Haarderi brottvikningu Davíðs úr Seðlabankanum.

Gangi ykkur vel og Guð varðveiti Ísland.


mbl.is Mjög óvinveitt aðgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já heldurðu að það sé þannig, að það sé búið að tala við Steingrím? En ef svo er myndi Steingrímur þora í stjórn með flokknum sem á alla sök á því hvernig mál standa?

Valsól (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband