Atvinnulífið verður að fá svör
13.10.2008 | 20:57
Seðlabankinn og ríkisstjórnin virðast ekkert vera að gera í að reyna að koma einhverrri jákvæðni í íslenskt atvinnulíf.
Allar yfirlýsingar þeirra hafa beinst að einstaklingum og svo að gjaldeyrisviðskiptum - hvoru tveggja afar mikilvægt.
En stjórnendum fyrirtækja, sem þurfa að standa skil á launum og reikningum, taka ákvarðanir um framhald verkefna og um ný verkefni, er ekki gefin nein merki um að gera eigi þeim kleyft að halda starfsemi sinni áfram.
Án fyrirtækja er engin atvinna, án atvinnu eru engin laun, án launa eru engar skatttekjur, án skatttekna er getur ríkið ekkert gert til að hjálpa þeim sem engin hafa laun.
Lækkið stýrivexti strax!
Losið um peningamarkaðsbréf strax. Ef ekki er hægt að ákvarða gengi þeirra, er hægt að losa um ákveðið hlutfall þeirra með fyrirvara um endanlegt gengi. Fyrirtækin verða að hafa pening.
Gefið atvinnulífinu einhver svör!!!
Erlendar ríkisstjórnir hafa greinilega áttað sig á þessu, enda hækka vísitölur í dag, eftir trúverðugar og ákveðnar ákvarðanir. Ekki hin íslenska.
Mesta dagshækkun Dow Jones | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, þetta er alveg ótrúlegt.
Gestur Guðjónsson, 13.10.2008 kl. 21:50
Þetta er algjör hrollvekja, valdagírugir menn sem sinna ekki aðvörunum við völdin og almenningur, sem spáir ekki í slík viðskipti dags daglega, hefur flotið sofandi að feigðarósi í trausti þess að þess að sömu mönnum væri treystandi.
Ég segi fyrir mig að allar þessar Dow Jones tölur o.s.frv. fóru hér áður fyrr inn um annað og út um hitt, vegna þess að mér fannst þær ekki beinlínis koma mér við.
En við þessi ósköp er maður farinn aðeins að spá, vonandi er svo um fleiri, að þeir taki að fylgjast betur með hvað er að gerast í þessum efnum, svo sagan endurtaki sig ekki að við leyfum málum að þróast eins og þau hafa gert. Þjóðfélagslega meðvitund heitir það víst, er það ekki það sem það heitir?
Við höfum víst því miður verið mörg sem vorum hálf ef ekki algjörlega meðvitundarlaus.
Greta Björg Úlfsdóttir, 14.10.2008 kl. 12:37
Ég ætla þó hér og nú að viðurkenna að ég kaus ekki í síðustu kosningum, þar sem mér þóttu allir val"kostir" vondir, vildi ekki setja krossinn bara einhvers staðar, úllen dúllen doff.
Nýtt afl og fersk hugsun í stjórnmálum er það sem þarf að vaxa fram núna. Ég treysti vel menntaða æskufólkið okkar til þess að leggja nú heilann rækilega í bleyti. Vonandi kemst það að fyrir gömlu, spilltu, úrræðalausu öflunum.
Greta Björg Úlfsdóttir, 14.10.2008 kl. 12:44
= (þarna var víst einu "þó" ofaukið í síðara kommentinu)
Greta Björg Úlfsdóttir, 14.10.2008 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.