Myntsamstarf við Noreg óraunhæft

Það er skynsamlegt af vinum okkar Norðmönnum að skilyrða hjálp við aðkomu IMF. Með aðkomu IMF, sem geta sett skilyrði, sem örugglega verða skynsamleg og sanngjörn, er gefinn trúverðugleikastimpill, sem gerir öðrum þjóðum kleyft að réttlæta það gagnvart eigin þegnum að lána Íslendingum fé.

Í raun yrði það fé sem IMF kæmi sjálft með inn ekki það verðmætasta, heldur það að þá er næsta víst að aðrir seðlabankar, eins og seðlabanki Evrópu og USA kæmu einnig inn með myndarlegum hætti, enda hagsmunir þeirra að hrun í efnahagslífi Íslands dragi sem minnst niður af þeirra eigin fyrirtækjum.

Menn skulu átta sig á því hvað samningur um norsku krónuna myndi þýða.

Þá værum við í raun að taka upp gamla sáttmála á ný.

Við slíkan samning yrði Ísland efnahagslegur hluti Noregs, sem hefði það í för með sér að fjárlög yrðu að hljóta samþykki norska þjóðþingsins. Annað væri ekki sanngjarnt gagnvart norskum skattborgurum, en gagnvart okkur væri það mun meira valdaframsal en nokkurntíma innganga í ESB.


mbl.is Norðmenn afar vinsamlegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Allt er betra enn núverandi ástand. Við verðum ekki frjáls með skuldir langt fram á næstu öld. Skuld sem við þurfum að borga vegna stjórnleysi og sukki.

Heidi Strand, 17.10.2008 kl. 15:48

2 Smámynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson

Er þá ekki bara kominn tími á "Nýja Sáttmála"?

Jónas Yngvi Ásgrímsson, 17.10.2008 kl. 19:30

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Mér sýnist ástandið þannig á Íslandi að það sé ekki slæmt mál að það hafi einhver eftirlit með hvað stjórnvöld geri hér á Ísland.

það eru kannski bara tveir kostir í stöðu fyrir Ísland framtíðarinnnar.   Annars vegar að vera einhvers konar sjálfsstjórnarsvæði í tengslum við Noreg og hins vegar að vera jaðarsvæði í EBE. Hvort er betra? 

Noregur er ríkt land sem á ríka hagsmuni á Norðurslóðum eins og Íslendingar. EBE er með fiskveiðistefnu sem rústar sjávarútveg á islandi ef ekki verður sérstaklega samið. EBE er með margar fátækar þjóðir sem munu taka lungann úr öllu sem það samband getur lagt til. Sums staðar innan sambandsins er mikil stöðnun og stjórnkerfi líka staðnað. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 18.10.2008 kl. 13:34

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gestur

 Þú  átt við að við verðum að taka upp norksu aftur? Ein athugasemd gegn myntsamstarfi við Noreg er að þá myndu íslensku ullarpeysurnar vera aflagðar og þær norsku kæmu í staðinn.

Heldur þú að myntbandalag þjóða á milli t.d. í ESB þýði að fjárlög hvers land þurfi að samþykkja í öllum löndum ESB?

Leit sérstaklega á tímasetninguna á blogginu þínu, til þess að kanna hvort þetta væru eitt af þessum næturbloggum, en svo var ekki. Hefði skilið rökstuðninginn ef svo væri.

Sigurður Þorsteinsson, 18.10.2008 kl. 14:06

5 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Salvör: Ég held að sá ótti við fiskveiðistefnu ESB, sem andstæðingar Evrópusambandsaðildar ala svo mjög á, sé á margan hátt ekki ósvipaður og óttinn við hin meintu óásættanlegu skilyrði IMF. Menn gefa sér einfaldlega að hlutirnir verði svona eða hinsegin. Sitja einir heima og bölsótast á blogginu. Minnir mig á dæmisögu, sem ég nenni ekki að hafa eftir en endar svona: "Þú getur bara átt þennan helvítis tjakk!"

Þar fyrir utan má benda á það að við höfum nú verið fullfær um að rústa okkar sjávarútvegi sjálf, eigum það m.a.s. kannski fyrst og fremst framsóknarmönnum að þakka; án þess að það skipti öllu máli núna.

Heimir Eyvindarson, 20.10.2008 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband