Utanþingsstjórn?
18.10.2008 | 16:00
Í gegnum hrunið hefur ríkisstjórninni því miður ekki auðnast að koma fram með sannfærandi og samheldnum hætti.
Það er alvarlegt mál og hefur örugglega stórskaðað þjóðarbúið að sumir ráðherrar ríkisstjórnarinnar og þingmenn stjórnarflokkanna skuli að því að manni virðist eytt meginhluta orku sinnar í að gagnrýna eigin ráðherra og embættismenn þjóðarinnar í tilraun til að bjarga eigin skinni og hlaupast undan ábyrgð.
Það er hlutverk stjórnarandstöðu að gagnrýna og reyna að koma með aðra sýn á málin, ríkjandi stjórnvöldum til skerpingar og leiðbeiningar.
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar mega ekki gleyma sér í pólitískri refskák meðan milljarðahundruðin brenna.
Geir H Haarde og Björgvin G Sigurðsson, sem hafa staðið í eldlínunni, eru undantekning á því. Sérstaklega kemur Björgvin þægilega á óvart, meðan Össur, Ingibjörg Sólrún, Jóhanna Sigurðar og Þorgerður Katrín gagnrýna samráðherra sína opinberlega.
Sú umræða á að fara fram á ríkisstjórnarfundum, í trúnaði, en svo verður ríkisstjórnin að koma fram sem einn maður út á við, að tekinni ákvörðun.
Ef þetta heldur áfram með þessum hætti, styttist í að betra væri að skipta um ríkisstjórn.
Það er mitt mat að eina skynsamlega leiðin út úr þeirri stöðu væri að kalla til menn utan þings.
Hverjir það ættu að vera hef ég ekki myndað mér skoðun á, en Ásmundur Stefánsson kemur sterklega til greina.
Þeir felldu bankana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:12 | Facebook
Athugasemdir
Undir venulegum kringumstæðum, þar sem ráðherrum bæri gæfa til að reyna að standa saman, væri þetta það, já.
Gestur Guðjónsson, 19.10.2008 kl. 09:40
Það er alveg ljóst að það á að draga sjálfstæðis og framsóknarflokk til ábyrgðar strax, ekki síðar. Þeir bera fulla ábyrgð á því að við höfum tapað þessum fáu krónum sem við höfum nurlað saman. Þeir bera líka fulla ábyrgð á því að ég og aðrir,hafa tapað þessum fáu miljónum sem við áttum í húsnæðinu okkar. Í þessari stöðu er allt leyfilegt. Þeir átta sig ekki sjálfir á því hversu vonlausir þeir eru, þannig að við þurfum að gera þeim grein fyrir því, með öllum ráðum, og þá meina ég ÖLLUM ráðum.
Þórhallur, 19.10.2008 kl. 10:21
Þórhallur. Framsókn gerði margt, flest gott en auðvitað voru gerð einhver mistök.
En hrun bankakerfisins var alls ekki á ábyrgð Framsóknar. Ef Samfylkingin hefði meint eitthvað með því að eftirlitskerfi og slíkt hefði brugðist, verður hún að segja okkur hvað hún hafi gert til að leiðrétta það á þeim tíma sem hún hefur verið í stjórn. Hún fékk meira fé í eftirlitsstofnanirnar, eitthvað sem Framsókn reyndi en fékk ekki í gegn fyrir Geir H Haarde og seinna Árna Mathiesen. Það verður að virða henni til hróss, en meira hefur hún ekki gert, engin frekari úrræði eða aukin bindiskylda eða neitt.
Gestur Guðjónsson, 19.10.2008 kl. 10:53
Ég sammála því útaffyrir sig, að Samfylkingin ber einhverja ábyrgð. Hún hefur hinsvegar verið tiltölulega stutt við völd, og vafasamt að hægt sé að beinlínis ásaka hana um eitthvað í þessu sambandi. Það getur verið að framsókn hafi átt erfitt uppdráttar hjá sjálfstæðisflokki. Það dregur hins vegar alls ekkert úr ábyrgð hans á ástandinu. Þú veist það eins og ég að það eru alltaf til ráð ef menn vilja virkilega ná einhverju fram. Þess vegna geri ég ráð fyrir að græðgi framsóknar í ráðherrastöður og emætti hafi ráði ferðinni. maður spyr sig líka hvað framsókn var að gera með sjálfstðisflokknum ef þeir höfðu svo lítil áhrif. Er það ekki af sömu ástæðu sem þeir vilja endilega í ríkisstjórn núna. Til að komast inn í banka og í önnur feit embætti.
Þórhallur, 19.10.2008 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.