Davíð í duftið?

Nú virðist sem loksins hafi tekist að koma böndum á Davíð Oddsson.

Hann er auðvitað fúll yfir lántöku IMF. Hann fær ekki að ráða öllu einn, deila og drottna öllu upp á nýtt með heimastjórnarmönnum landsins, felast víða í flokkakerfinu.

Skilyrði IMF um áframhaldandi háa stýrivexti er í raun lítt dulbúin krafa um að við gerum gengissamning við evrópska seðlabankann, sækjum um ESB og tökum upp evru, þegar við uppfyllum þau skilyrði sem gerð verða á þeim tíma.

Það er alveg ljóst að það verða fá ef nokkur ríki innan ESB sem munu uppfylla Maastricht skilyrðin, enda búið að dæla þvílíku magni af peningum inn í hagkerfi ríkjanna og alveg ljóst að stóru seðlabankarnir munu halda áfram á braut samvinnu, svo líklegast er í vændum ágætis tækifæri fyrir okkur að taka upp evru.

Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott.


mbl.is Sátt um IMF-lán í Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Orgar

áhugaverðar uppl. um Davíð

bylting-strax.blog.is

Orgar, 22.10.2008 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband