Stóra plan Samfylkingarinnar
22.10.2008 | 12:41
Þrátt fyrir að hafa verið næstum hálft kjörtímabil í ríkisstjórn, virðist Samfylkingin ætla sér að reyna að koma sér undan ábyrgð á hruninu í einu stærsta PR stunti síðari tíma
Dagskipunin virðist vera að reyna að kenna fyrri ríkisstjórn um allt sem aflaga hefur farið. Restin sé svo Sjálfstæðisflokknum að kenna.
Það gerir Samfylkingin þrátt fyrir að ekki hafi komið fram eitt einasta lagafrumvarp til að breyta því lagaumhverfi sem gildir um íslenskt fjármálalíf og efnahagslíf sem og flotgengisstefnan og stjórn Seðlabankans.
Það þýður á mannamáli: Samfylkingin var sátt við það lagaumhverfi sem gilti og það ástand sem var.
Svo því sé til haga haldið fékk Fjármálaeftirlitið auknar fjárheimildir. Því ber að hrósa, en það dugði ekki til.
Ábyrgðin á lausatökum á fjármálum ríkisins, að taka ekki það lán sem Alþingi var búið að veita heimild fyrir, árásin á Glitni og síðast en alls ekki síst:
Yfirlýsing starfandi utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, Össurar Skarphéðinssonar sem mátti skilja sem svo að Ísland ætlaði ekki að standa við skuldbindingar íslensku þjóðarinnar, sem seðlabankastjóri endurtók svo daginn gaf ráðþrota breskum stjórnmálamönnum tækifæri til að ráðast á allt það sem íslenskt var, sem kostaði okkur Kaupþing.
Allt eru þetta atriði sem Samfylkingin getur ekki skorast undan ábyrgð á.
Íslensk stjórnvöld óskuðu eftir aðstoð Norðmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Aumfylking og eiginhagsmunaflokkur saman
Tjaaaaaa
Eeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeee
Í nafni Forfeðra og Formæðra takið ábyrgð og hverfið frá Stjórnmálum það væri mjög hollt fyrir ykkur og felið ykkur helst
kveðja
Æsir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 17:33
Það þýðir ekkert fyrir sjálfstæðisflokkinn eða framsóknarmenn að reyna draga Samfylkinguna niður á ykkar plan. Samfylkingin var búinn að vera nokkra mánuði í ríkisstjórn þegar kreppan skall á Ísland. Fyrir þann tíma voru hinir tveir flokkarnir búnir að stjórna í 16 ár ef mig minnir rétt.
Nú þurfa menn að taka ábyrgð, það þýðir ekki bara alltaf að tala um að taka ábyrgð og svo skjóta sér undan henni jafnóðum.
Jón Gunnar Bjarkan, 22.10.2008 kl. 22:02
það er enginn að tala um að framsókn vilji ekki axla ábyrgð. Framsókn axlar þá ábyrgð sem henni tilheyrir.
Samfylkingin hefur haft öll þessi ár til að móta sína stefnu án íþyngingar ríkisstjórnarsetu, en virðist koma algerlega blanko inn í stjórnarsamstarfið, eða kannski frekar, sátt við það regluverk sem gildir um fjármálaheiminn.
Hún getur ekki hlaupist frá því.
Gestur Guðjónsson, 22.10.2008 kl. 23:03
Samfylkinginn hefur verið í stjórn í rétt rúmt ár. Sjálfstæðisflokkurinn í 18 ár. Alveg eins og þið framsóknarmenn vitið þá er samstarf í stjórn ávalt samstarf. Þótt flokkur eins og Samfó, myndir eflaust vilja breyta mörgum lögum og reglum, þá er slíkt háð samstarfi og vilja samstarfsaðilans. Það er ekki létt að vinda ofan af því kerfi sem hefur verið gert í tíð síðustu stjórnar.
Þetta er reyndar ástæða þess að ég tel núverandi flokkaskipulag ónýtt samsteypustjórnir merkja að allir bera ábyrgð og engin ber ábyrgð á endanum. Tveggja flokka kerfi tryggir að ábyrgðinn er ávalt hjá flokknum við stjórn.
Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.