Ábyrgð...
27.10.2008 | 21:26
Mér finnst undarlegt að Björgólfur Thor skuli kenna Seðlabankanum og íslenskum stjórnvöldum um fall Icesave.
Ég hélt að það væru stjórnendur og eigendur fyrirtækja sem bæru fyrst og fremst ábyrgð á þeim og það ætti einnig við um banka.
Í því fólst jú einkavæðingin.
Í Kompásviðtalinu komst hann alveg hjá því að svara því af hverju hann hefði ekki lagt fram það fé sjálfur sem bresk yfirvöld kröfðust. Eins komst hann hjá því að svara því, fyrst þessi veð voru svona góð, af hverju bresk yfirvöld hafi ekki tekið þau góð og gild.
Hvað stjórnvöld gera svo þegar fyrirtækin eru komin í þrot og hversu gáfulega þau hafi hagað sér með þau er svo annað mál.
En ábyrgðin liggur fyrst og fremst hjá eigendum og stjórnendum fyrirtækjanna sjálfra.
Misráðin ákvörðun sem endaði með skelfingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:32 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Nýjustu færslur
- Sala Landsvirkjunnar kemur ekki til greina
- Fylgi Bjartrar framtíðar
- Vinnulag við fjárlagagerð
- Landsbyggðaskattur
- Verðbólguleiðin?
- Blindir og vanhæfir gullkálfsdansarar
- Hver verða eftirmál þingsályktunartillögunnar?
- Hengjum ekki bakara fyrir smið
- Rangtúlkun Jóhönnu og Samfylkingarinnar á Rannsóknarnefndarsk...
- Furðulegar nornaveiðar í gúrkutíð
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Agnes Ásta
- Albertína Friðbjörg
- Björn Ingi Hrafnsson
- Dofri Hermannsson
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Framsóknarflokkurinn
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Gunnlaugur Stefánsson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Jónas Yngvi Ásgrímsson
- Jónína Brynjólfsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Snæþór Sigurbjörn Halldórsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svava Halldóra Friðgeirsdóttir
- Sveinn Hjörtur
- Valdimar Sigurjónsson
- Guttormur
- Sigurður Ellert Sigurjónsson
- Agnar Bragi
- Anna Kristinsdóttir
- Ari Jósepsson
- Arinbjörn Kúld
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ásta
- Baldur Fjölnisson
- Baldur Sigurðarson
- Bergur Sigurðsson
- Bergþór Skúlason
- Birgitta Jónsdóttir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgmundur Örn Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Daði Einarsson
- Egill Jóhannsson
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sigurbergur Arason
- Einar Vilhjálmsson
- Einar Þór Strand
- Eiríkur Harðarson
- ESB
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eysteinn Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- FUF í Reykjavík
- Gísli Tryggvason
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðmundur Andri Skúlason
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gunnar Aron Ólason
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gústaf Níelsson
- Halldór Borgþórsson
- Hallur Magnússon
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Heiðar Lind Hansson
- Heimir Eyvindarson
- Heimir Tómasson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hermann Einarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Himmalingur
- hreinsamviska
- Hrólfur Guðmundsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jakob Þór Haraldsson
- Jóhannes Guðnason
- Jóhannes Snævar Haraldsson
- Jóhann Pétur Pétursson
- Jóhann Tryggvi Sigurðsson
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jónas Egilsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Finnbogason
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jón Snæbjörnsson
- Júlíus Brjánsson
- Karl Hreiðarsson
- Karl V. Matthíasson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristín Helga Guðmundsdóttir
- Landvernd
- maddaman
- Magnús Guðjónsson
- Magnús Þór Friðriksson
- Marteinn Magnússon
- Morgunblaðið
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Páll Gröndal
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ritstjóri
- Samband ungra framsóknarmanna
- S. Einar Sigurðsson
- Sigurður Árnason
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Stefán Bogi Sveinsson
- Steinn Hafliðason
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Helgason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Vefritid
- viddi
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Saari
- Þráinn Jökull Elísson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 356403
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvar ætli allir þessir peningar sem lagðir voru inn á Icesave séu? Varla hafa þeir gufað upp. Voru þeir ekki lánaðir einhverjum sem væntanlega munu greiða skuld sína einhvern tíman?
Ágúst H Bjarnason, 27.10.2008 kl. 21:48
Björgólfur eldri var að monta sig af því í vikunni að hann hefði flutt pening heim til Íslands.
Ætli það sé ekki skýringin?
Gestur Guðjónsson, 27.10.2008 kl. 21:56
Það lausafé sem var inni á IceSave reikningum ryksugaðist út þaðan þegar breskir reikningseigendur fylltust örvæntingu og drógu margir út innistæður sínar á stuttum tíma. Þetta var einfaldlega gamaldags "run on the bank", það sem eftir situr eru pappírsverðmæti og eignir sem eru að stóru leyti óaðgengilegar vegna þvingaðrar rekstrarstöðvunar af hálfu breskra stjórnvalda. Fyrir vikið er nánast engin leið að verðmeta þær í þessu óvissuástandi, hvað þá að reyna að selja þær nema þá e.t.v. á einhverskonar brunaútsölu, því framtíð þessara eigna er í fullkominni óvissu. Það er olíklegt að Bretar muni mega vera að því á næstunni að "afþíða" þessar eignir og ekki viljum við leyfa þeim að fara með skiptastjórn yfir íslensku fyrirtæki þó það sé í greiðslustöðvun.
Það gáfulegast sem væri hægt að gera i þessu núna væri að leggja strax mikinn kraft í undirbúning lögsóknar á hendur breskum yfirvöldum og knýja fram skaðabætur. Einnig og ekki síst að taka málið upp aftur og ítrekað við alþjóðlegar stofnanir eins og t.d. NATO, og rifja upp gamla takta úr þorskastríðunum til að klekkja á þeim með. Fara nógu andskoti mikið í taugarnar á þeim, og passa að láta það leka yfir í pólitíkina á Bretlandseyjum. Geir & co. gætu t.d. sett sig í samband við kollega sína í breska Íhaldsflokknum og matað þá með áróðri gegn Brown og Darling, hehe... bara pæling.
Ísland lengi lifi!
Guðmundur Ásgeirsson, 27.10.2008 kl. 23:35
Landsbankamenn sögðu bretum að þeir ætluðu bara að geyma peningana í bretlandi. Í því hlýtur að felast að þeir hafi ætlað að hafa peningana á handbæru formi. Ég sé reyndar ekki bissnissin í því, en hafi þeir sagt það, verður að standa við það og það hafa þeir ekki gert.
Held að stóra plottið fyrir okkur núna sé að fara í mál við þá en láta um leið fréttast að við séum að ræða við Frankfurt og hóta þeim að við munum fara massíft í að grafa undan London sem fjármálamiðstöð.
Það geta verið okkar nýju víraklippur.
Gestur Guðjónsson, 28.10.2008 kl. 00:13
Mín skoðun er sú Gestur að viðkomandi eigendur banka sem einkafyrirtækja beri ábyrgð á starfssemi þeirra en ríkið ber ábyrgð á starfsumhverfinu, regluverkinu kring um starfssemina.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 28.10.2008 kl. 01:56
Davíð ber ábyrgð, punktur.
persóna, 28.10.2008 kl. 17:59
sammála Guðrún, en auðvitað verður þjóðin að standa við sínar skuldbindingar.
Ábyrg. Davíð er ekki einn í heiminum, þótt hann beri vissulega ábyrgð.
Björn: ég var einmitt að skrifa um það sem ekki kom fram í viðtalinu
Gestur Guðjónsson, 28.10.2008 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.