Stýrivaxtahækkun er tvíbent sverð
28.10.2008 | 19:42
Einhversstaðar las ég að raungengi krónu væri mælikvarði á það verðmæti þess samfélags sem lægi á bakvið. Verðmætið er að megninu til afleiðing af þeirri framleiðslu sem verður til í viðkomandi hagkerfi. Þeim tekjum sem verða til í hagkerfinu.
Í rauninni sama og gengi hlutabréfa fyrirtækja ræðst af því hversu mikils arðs það má vænta af rekstrinum, ekki þeirrar fjárfestingar sem liggur í raun að baki rekstrinum.
Þess vegna er hættulegt að vera með háa stýrivexti, því það dregur úr framleiðslu og lækkar þar með gengið.
Á hinn bóginn verða stýrivextir að vera hærri en verðbólgan, því enginn vill eiga krónur sem rýrna sífellt að verðgildi. Það myndi þar með lækka gengið.
Þess vegna verður að halda stýrivöxtum eins lágum og hægt er, án þess að þeir verði neikvæðir.
Því verður ríkisstjórnin og Seðlabankinn að gefa það út að þeir ætli sér að halda raunstýrivöxtum föstum, t.d. 2-3%.
Þannig væri það hagur þeirra sem ákveða kostnað, fyrirtæki og opinberir aðilar, að verðbólgan verði sem lægst, því það lækkaði stýrivexti og góður spírall myndaðist.
Meðan þessi þróun væri að komast í gang, verður að tryggja greiðsluflæði innanlands, með því að losa um peningamarkaðssjóði og veita fyrirtækjum aðgang að lánsfé, þá líklegast með prentun seðla, en það verður að gera með varúð til að það valdi ekki meiri verðbólgu en ella. Þar reyndi á ábyrgð verðákvarðandi aðila.
Það væri hin nýja þjóðarsátt.
Hækkun stýrivaxta mun ekki virka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.