Tveir kostir í stöðunni
6.11.2008 | 10:01
Ef við ætlum að hafa fljótandi gengi sem er forsenda frjáls flæðis fjármagns og þar með þátttöku okkar í eðlilegum alþjóðaviðskiptum, verða stýrivextir að vera jákvæðir. Í verðbólgutíð verða þeir því að vera háir, það háir að ekkert fyrirtæki getur lifað þá af að óbreyttu. Þess vegna verður að fara í mótvægisaðgerðir vegna þessara vaxta, og ekki síst að koma einhverju fjármagni í umferð innanlands, svo fyrirtæki geti starfað áfram. Helst sér maður fyrir sér lækkun á sköttum fyrirtækja og rýmkun heimilda til að færa tap á milli ára, svo og bjargráðalánveitingar til fyrirtækja sem byggðust á almennum skilyrðum t.d. ákveðin upphæð á hvert stöðugildi, sem væru t.d. með veðum í atvinnuleysistryggingasjóði. Verðbólgan mun fara hratt niður, enda engin eftirspurn til að kynda hana, þannig að brátt fengjum við að sjá myndarlega lækkun stýrivaxta.
Ef við endum í áframhaldandi gjaldeyrisskömmtun og verðum áfram undir járnhæl herrans í Svörtuloftum, er ekki lengur um að ræða frjálst flæði fjármagns og því er engin forsenda fyrir háum stýrivöxtum. En um leið yrði frjálst flæði atvinnuafls úr landi og stöðugt flæði fyrirtækja í gjaldþrot, því kjör þeirra á erlendri grund færu fjandans til.
Stýrivextir áfram 18% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.