Fjárklippurnar á loft !!!

Var um borð í Ægi og Tý í gær og fyrradag.

Þar horfði ég með aðdáun og stolti á víraklippurnar sem beitt var gegn bretum í þeim þorskastríðum sem unnist hafa hingað til.

Þær eru klárar til brúks.

Í þessu þorskastríði er ekkert annað að gera en að hanna nýjar klippur:

Fjármálaklippur.

Þegar fjárkúgun breta verður gerð opinber, eigum við að mótmæla framferði þeirra út um allar trissur og tranta og spyrja þjóðir og fyrirtæki heims einnar spurningar:

Þorið þið að eiga viðskipti við sjóræningja?

Eða ítarlegri útgáfu af sömu spurningu:

Þorið þið að eiga viðskipti og eiga fjármuni í ríki sem hikar ekki við að misbeita hryðjuverkalögum ef það hentar þeim og þora ekki að fara til dómstóla með kröfur sínar, heldur beita sjóræningjaaðferðum til að reyna að ná fram sínum vilja?

bretar eru ein helsta viðskiptamiðstöð heimsins og ef þjóðir heims klippa á þau tengsl sem þeir geta og flytja þau annað vegna hræðslu við yfirvöld í bretlandi erum við komin með fjárklippur sem geta haft svipuð áhrif og víraklippurnar góðu í varðskipunum.


mbl.is IMF-beiðni frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnarsdóttir

Fjárklippur.

Maður semur ekki við hrekkjusvín. Það er bara þannig.

Rúnarsdóttir, 6.11.2008 kl. 12:20

2 Smámynd: Hlini Melsteð Jóngeirsson

Sæll Gestur

Þetta er snilldarhugmynd. Mundi vilja sjá bakbein í okkar ráðamönnum og sjá þá fara í þessar aðgerðir.

Kveðja

Hlini Melsteð Jóngeirsson, 6.11.2008 kl. 13:38

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Stórgóð hugmynd.

Haraldur Bjarnason, 6.11.2008 kl. 14:39

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Styð þessa pælingu.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.11.2008 kl. 15:10

5 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Hugmyndin er verð allrar skoðunar!

Einar Sigurbergur Arason, 7.11.2008 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband