Krókur á móti bragði breta
6.11.2008 | 20:18
Ef bretar ætla að beita okkur fjárkúgunum, er ekkert annað að gera en að koma með krók á móti því óþverrabragði.
Fyrst þarf að vísitölutryggja laun og setja vísitölutryggingu á alla innistæðureikninga núverandi banka.
Því næst að samþykkja allar þær kröfur sem gerðar eru til tryggingasjóð innistæðueigenda með vísan í jafnræðisreglu EES-samningsins og leysa með því deiluna við breta. IMF lánið gengur í gegn og önnur lán fylgja í kjölfarið. Allt í erlendri mynt.
Kröfurnar í sjóðinn hljóta að miða við þann dag sem bankarnir fóru í þrot og á gengi þess dags, en íslenski innistæðutryggingasjóðurinn er gerður upp í íslenskum krónum.
Því næst förum við að ráðum dóttur minnar, sem fagnaði því að við ættum vélina þegar hún heyrði fyrst af peningavandræðum í fréttum.
"hvaða vél?"
"Jú, peningavélina"
Við prentum einfaldlega íslenskar krónur, leggjum þær inn í tryggingasjóðinn og gerum upp við innistæðueigendur þrotabúabankanna og tökum á okkur nokkura mánaða óðaverðbólgutímabil.
Með vísitölutryggð laun og sátt um stöðugar verðhækkanir ættu hjól atvinnulífsins að geta snúist áfram. Kaupmáttur helst nokkurn vegin og við greiðum okkar kröfur upp í topp.
Allir kátir?!?!?
...nema kannski kúgararnir sem sitja uppi með verðlitlar krónur.
-----------
uppfærsla
Að öllu gamni slepptu á ekki að gefa þeim tommu eftir, en ef við yrðum dæmd til að greiða þetta sem engar líkur eru á, væri hægt að fara í einhverjar svona æfingar..
Við hættum frekar við lánið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.11.2008 kl. 00:36 | Facebook
Athugasemdir
Halló! Ertu framsóknarmaður? Láttu þér dreyma....
Sveinbjörg Guðmarsdóttir, 7.11.2008 kl. 00:13
Láta mig dreyma?
Um hvað?
Gestur Guðjónsson, 7.11.2008 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.