Spurning kvöldsins
14.11.2008 | 01:24
"Þú veist þegar þú ert að reka bankann að Seðlabankinn á X háan gjaldeyrisvaraforða, þú veist að bankakerfið er vaxið þjóðinni yfir höfuð og þú veist að við erum með krónu."
Sem viðbrögð við fullyrðingu og afsökun Björgólfs um.
"Við höfum ekkert bakland, við erum með Seðlabanka hér, sem að... hann á enga peninga, hann fékk ekkert lán"
Þetta eru einkafyrirtæki sem eiga fyrst og fremast að bera ábyrgð á sjálfum sér
"Við vildum fá 500 milljónir evra frá lífeyrissjóðunum, fengum þær ekki."
Eru lífeyrissjóðir landsmanna orðnir þrautavarasjóðir einkaaðila úti í bæ?
Þrátt fyrir að Landsbankinn í bretlandi eigi fyrir Icesaveinnlánunum. Hvað með alla þá lánveitendur sem hafa glatað fjármunum?
Er viðskiptavild allt í einu ekki verðmæti?
Hvernig í ósköpunum vogar hann sér að vona að hann muni ekki valda þjóðinni neinu tjóni og láta þar með í það skína að á endanum ætli hann segjast ekki hafa valdið þjóðinni tjóni með glæfraskap sínum?
Í hvaða umhverfi dettur mönnum í hug að senda starfsmönnum eftirlitsstofnanna rándýrar vínflöskur í jólagjöf. Hvað hefur eiginlega verið í gangi?
Skuldir lenda ekki á þjóðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:36 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Gestur.
Það er eins og venjulega hér á landi menn hafa ekki áttað sig á eigin ábyrgð versus ábyrgð hins opinbera allra handa sem mér finnst nú hafa all nokkuð litað hvers konar umræðu í þessu sambandi þessa sem aðra.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 14.11.2008 kl. 02:12
Spilling, botnlaus spilling!
Jóhannes Snævar Haraldsson, 15.11.2008 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.