Skrítin forgangsröðun ríkisstjórnarinnar
29.11.2008 | 01:19
Ég skil hvorki upp né niður í forgangsröðun ríkisstjórnarinnar í tegnslum við hrunið.
Fyrst eru kynntar aðgerðir sem ættu að komast síðastar, það er rýmkun á gjaldþrotareglum, lækkun dráttarvaxta og innheimtukostnaðar, atvinnuleysisaðgerðir. Það er ráðstafanir fyrir fólk sem komið er í þrot eða er búið að missa vinnuna
Því næst eru kynntar aðgerðir til að hjálpa fólki til að halda húsnæðinu.
En síðast eru kynntar aðgerðir sem eiga að tryggja að fólk missi ekki vinnuna.
Hefði ekki verið betra að byrja á því að kynna tillögur til að hjálpa fyrirtækjum landsins, með það að markmiði að fækka uppsögnum, þannig hefði ekki þurft eins miklar aðgerðir til að hjálpa fólki að halda eignum sínum og fækka þeim sem lenda í greiðsluerfiðleikum og gjaldþrotum.
Það er eins og kratisminn sé algerlega búinn að ná völdum:
Tryggjum að allir hafi það jafn skítt.
Það er þörf fyrir Framsókn við stjórn landsins.
Aðgerðir kynntar eftir helgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er alveg sammála þér í þessu. Fyrst á að verja störfin, þar sem með því er komið í veg fyrir tekjumissi heimilanna og þar með er greiðslugetu þeirra viðhaldið.
Ég býð spenntur eftir næsta útspili og vonandi verður einhver skynsemi í því.
Marinó G. Njálsson, 29.11.2008 kl. 01:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.