Haftasamfélagið í burðarliðnum á ný?

Stjórn hinna vinnandi stétta kom á almennum höftum árið 1934, tímabundið, en þau voru samt fyrst afnumin að fullu 60 árum síðar.

Núverandi ríkisstjórn virðist ætla að að feta sömu leið.

Gjaldeyrishöft koma í veg fyrir erlenda fjárfestingu og lífeyrissjóðir eru hvattir til að hafa með sér samráð til að koma í veg fyrir samkeppni um fjárfestingu innanlands með stofnun fjárfestingasjóðs. Ríkið virðist ætla að koma með þeim inn í það. Fyrirtæki landsins mun því bara hafa einn aðila utan ríkisbankanna sem hefur eitthvert fjármagn.

Bankarnir eru nú í ríkiseigu og þessi yfirlýsing viðskiptaráðherra er ekki hægt að skilja með öðrum hætti en að hann sé giska ánægður með völd sín og vilji viðhalda þeim í gegnum pólitískt skipuð bankaráðin. Fínt að fá peninga lánardrottnanna til að leika sér með, en helst ekki neina afskiptasemi. Ég er ekki viss um að lánardrottnarnir séu jafn hrifnir og ráðherran af hugmyndinni.

Allt tal hans um að vilja inn í ESB virðist vera algerlega gleymt, en það byggir jú meðal annars á frjálsu flæði fjármagns, jafnrétti og jafnræði. Ekkert af þessum hugtökum eiga við þann veruleika sem viðskiptaráðherra virðist vilja keyra Ísland í.

Vonandi er ég að misskilja þetta alltsaman, því í svona landi vil ég ekki búa.


mbl.is Ríkið eigi áfram í bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband