Drýpur smjör af hverju strái?

Meðan skilanefndir gömlu bankanna og bankastjórnir nýju bankanna úthluta, deila og drottna, ógagnsætt, utan ramma stjórnsýslulaga, án persónulegrar ábyrgðar, án settra starfsreglna, undir eftirliti þess Fjármálaeftirlits sem stjórnar þeim, er umræðunni um Davíð, Geir, Ingibjörgu Sólrúnu, Icesave, ESB og Árna Matt haldið áfram.

Þótt aðdragandinn að hruninu þurfi rannsóknar við og atburðarásin í sjálfu hruninu einnig, er ég hræddur um að það verði hjóm eitt í samanburði við þá útdeilingu gæða lánardrottna og íslensku þjóðarinnar sem fram fer þessa stundina.

Til að beina kastljósinu annað fljúga smjörklípurnar nú svo víða að brátt hlýtur smjör að drjúpa af hverju strái.

- eins og þegar gæðum landsins var fyrst skipt milli fárra höfðingja á landnámsöld, en þá voru reglurnar mun gagnsærri og skráningin líklegast betri.


mbl.is Vissi ekki um tilboð Breta vegna Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll. Þetta boð mun hafa komið fram í viðræðum bankamálaráðherra Samfylkingarinnar Björgvins G. og Fjármálaeftirlitssins sem heyrir undir hann við þá bresku. Ekki við Árna að sakast þar sem þessar viðræður hafa ekki verið bornar undir hann, enda á verksviði bankamálaráðherrans.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.12.2008 kl. 11:21

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Hvað er á verksviði hvers?

Hvað er á verksviði forsætisráðherra og utanríkisráðherra annars vegar og fjármála og viðskiptaráðherra hins vegar þegar þeim virðist vera haldið utan við meginatriði atburðarrásarinnar?

Gestur Guðjónsson, 8.12.2008 kl. 11:43

3 Smámynd: Ásgeir Jóhann Bragason

Í gamla daga var  sá siður viðhafður að  sveitahöfðingjar eða svokölluð stórmenni sem voru vel ættaðir völdu sér glimumann á héraðsmóti .Mér er farið að liða þannig i dag að við þurfum að fara halda mót í Þjórsártúni , til að fá úr þvi skorið hver sé mesti sveitahöfðinginn .

Ásgeir Jóhann Bragason, 8.12.2008 kl. 15:46

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Geir Haarde hefur alvald til þess að halda núverandi pólitískum öflum við völd út kjörtímabilið. Við losnum ekki við þessa spilltu stjórnmálamenn sem þiggja mútur frá auðmönnum, í formi boðsferða í snekkju Jóns Ásgeirs, leynistyrki í kosningasjóði, hálauna störf fyrir börn og ættingja eða aðkomu þeirra að stjórnum fyrirtækja, jólagjafir osfr, nema að gera byltingu.

Við getum valið um að láta þetta lið hneppa börnin okkar í ánauð eða að gera byltingu. Svo einfalt er málið.

Það er alvarlegt mál að Geir Haarde og hans lið setur milljóna skuldir á bak hvers einstaklings sem birtist á fæðingadeildinni.

Burt með ríkisstjórnina, við viljum hreint og óspillt Ísland.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.12.2008 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband