Aðferð íhaldsins til að slökkva á ESB-málinu

Á 7 vikum ætla Sjálfstæðismenn að greina kosti og galla Evrópusambandsaðildar og taka afstöðu til þessa viðamikla máls.

Hingað til hefur lítil bakvinna farið fram um Evrópumál í Sjálfstæðisflokknum, mér vitanlega hefur flokkurinn ekki unnið skýrslur um áhrif aðildar á hin einstöku svið samfélagsins, en úr því á núna að bæta á stuttum tíma í 3 nefndum.

Þessar nefndir skila svo af sér skömmu fyrir landsfund, þar sem flokksmenn Sjálfstæðisflokksins eiga að taka afstöðu til þessa flókna máls á grundvelli nokkurra daga undirbúnings.

Auðvitað verður tillaga um aðildarumsókn felld þegar vinnubrögðin eru svona.

Auðvitað þora menn ekki að treysta því að það sé rétt sem unnið er með slíkum hraði.

Auðvitað þora menn ekki að eiga á hættu að framselja fullveldinu bara sí svona án þess að öllum steinum sem velt við áður.

Við í Framsókn höfum verið að vinna að þessu máli í amk 7 ár og hefur mörgum þótt geyst farið, en ætlum að taka afstöðu til þess hvort við teljum æskilegt að fara í aðildarviðræður, til að geta tekið afstöðu til aðildar á grundvelli aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu.

En þessi aðferð Sjálfstæðisflokksins, að þagga málið niður en opna fyrir lokið í 7 vikur er bara til þess fallið að málið verði fellt vegna vanreifunar.


mbl.is Virk umræða um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Jóhann Bragason

Ég hef nú orðið var við þessa ESB umræðu i framsóknarflokknum af og til i 10 ár enda hafa framsóknarmenn oft verið frumkvöðlar í ýmsum stórmálum gegnum árin,Sjálfstæðisflokkurin hefur skoðað að taka upp aðra mynt en án beinnar aðhildar að ESB,nú er komin örvænting í þjóðina sjáum hvað skeður,mig grunar að sjálfstæðisflokkurinn riði á vaðið.

Ásgeir Jóhann Bragason, 9.12.2008 kl. 10:22

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Sæll Gestur.
Ein spurning: Telur þú ekki með öllu útilokað að Framsóknarflokkurinn myndi styðja aðildarviðræður núna?

Þá er ég ekki að reyna að leggja dóm á málið sjálfur, bara setja það í samhengi við álit flokksins frá því í mars í fyrra:

Framsóknarflokkurinn telur jafnframt að langvarandi jafnvægi og varanlegur stöðugleiki í efnahagsmálum sé ein meginforsenda hugsanlegrar aðildar að Evrópusambandinu. Þannig geta Íslendingar byggt ákvarðanir sínar á styrkleika og í samræmi við sinn eigin metnað og vilja, sem frjáls og sjálfstæð þjóð.

Með bankahruninu mikla eru forsendur breyttar. Þannig er hin skynsamlega "meginforsenda" Framsóknar fyrir ESB pælingum brostin, að sinni.
Og síðar í álitinu:

Þótt Framsóknarflokkurinn telji ekki ástæðu til stefnubreytingar varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu á þessum tímapunkti er ljóst að aðstæður og forsendur geta breyst, jafnvel með skömmum fyrirvara.

Ef ekki var ástæða þá, er örugglega ekki ástæða núna. Auðvitað vonum við öll að ástandið breytist aftur til hins betra og helst sem fyrst. En er ekki óraunhæft að búast við að "meginforsenda" Framsóknar verði aftur til staðar næsta áratuginn eða svo?

Haraldur Hansson, 9.12.2008 kl. 15:42

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Haraldur: Framsókn mótar stefnu sína á flokksþingi, sem haldið er annað hvert ár. Næsta flokksþing sem haldið verður í janúar getur mótað þá stefnu sem það metur að sé landi og þjóð fyrir bestu í ljósi þeirra forsendna sem fyrir liggja.

Gestur Guðjónsson, 9.12.2008 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband