Þeir sem verja Björgvin...
9.12.2008 | 21:43
...skulu þá um leið hætta að gagnrýna fyrrverandi ráðherra Framsóknar fyrir að hafa ekki vitað um örlítil og langsótt eignatengsl þáverandi formanns Framsóknar við einn af bjóðendum í Búnaðarbankann. Þessi mál eru nefnilega afar lík.
Ég hef enga ástæðu eða forsendur til að rengja Björgvin um að hafa ekki ættartengsl forstjóra einhverra fyrirtækja úti í bæ á hreinu og því tel ég víst að ráðherra hafi verið í góðri trú.
Það er að sjálfsögðu þeirra feðga að upplýsa um tengslin áður en gengið er frá samningi um rannsóknina svo skilanefndin, sem er að kaupa þjónustuna geti metið hvort almennum og eðlilegum hæfisreglum sem fullnægt. Ef skilanefndin er í vafa á hún að leita til Fjármálaeftirlitsins og að lokum til síns ráðherra um úrskurð. Það hefur skilanefndin greinilega ekki gert, ef hún hefur þá haft vitneskju um tengslin.
En mér finnst aftur á móti undarlegt að ráðherra fái ekki betri skýrslur og yfirlit um gang mála að hann viti ekki hvað er að gerast í skilanefndunum. Hvaða verkefni séu í gangi og hvernig þau séu unnin. Auðvitað á ráðherra að kalla eftir slíkum upplýsingum með reglubundnum hætti fái hann þau ekki óumbeðið, enda allt þetta starf á ábyrgð hans, sem ráðherra Fjármálaeftirlitsins.
Björgvin vissi ekki um KPMG fyrr en í gær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
KPMG er með þessari ransókn á GLitni að ranska reikninga sem þeir hafa sjálfir skrifað uppá svo þetta snýst um margt og meira en feðga.
Evert S, 9.12.2008 kl. 21:51
Sérðu fyrir þér hvernig Samfylkingin hefði látið ef þessir ráðherrar væru Framsóknar menn þeir hefðu sleppt sér. Er fólk búið að gleyma hvernig þeir létu sitt fólk haga sér á pöllum Ráðbúsins þegar þeir fóru í minnihluta.
Samfylkingin er með innan borð mestu lýðskrumara sem fyrir finnast hér á landi .
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 9.12.2008 kl. 21:52
Evert. Það má rétt vera. Ég er bara að fjalla um þennan afmarkaða þátt. Það má ekki ætla neinum ráðherra að hafa yfirsýn yfir hvaða endurskoðunarfyrirtæki hin ýmsu fyrirtæki kjósa að láta skrifa upp á sína reikninga. Það breytist og stöðugt.
Finnst fólki samt ekki skrítið að það virðist vera fjallað lang mest um Glitni?
Getur verið að tengsl fyrrverandi eigenda Landsbankans við fjölmiðla sé að koma þeim vel núna?
Gestur Guðjónsson, 9.12.2008 kl. 21:58
Jú það er rétt það er skrítið hvað er mikið einblínt á glitni, það er allveg það sama hjá hinum.
Evert S, 9.12.2008 kl. 21:59
Góður punktur Gestur, er alveg hjartanlega sammála þér.
s
Bóthildur, 9.12.2008 kl. 22:37
Það eru allir skyldir öllum á Íslandi Gestur minn en fólk er misjafnlega ættfrótt en það kemur yfirleitt með aldrinum ,gott ráð er fara í heitapottinn með sem eldri eru og fróðari ,þannig að það er ekkert við Hr Björgvin að sakast i þessum ættartengslum sem þú vitnar í og þessi Jón þarna að vestan sem greinilega fastur í skítadreifanum sem hann hannaði á sínum tíma þegar hann var ungur með ættartengsl en ekkert skyldur mér.
Ásgeir Jóhann Bragason, 9.12.2008 kl. 23:59
Merkilegur fjandi þetta hjá ykkur Framsóknarmönnum - já og pólitíkusum yfirleitt - að réttlæta morð með því að benda á annað morð.
Það sjá allir að þetta er ekki í lagi alveg eins og að það sjá allir að spillingin innan Framsóknarmafíunnar er hlutfallslega mest þó hún vissulega sé til staðar hjá hinum líka.
Guðmundur Andri Skúlason, 10.12.2008 kl. 05:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.