Ætlum við ekkert að læra?
10.12.2008 | 09:51
Með því að láta sér detta í hug að láta innlendu endurskoðunarfyrirtækin sjá um að endurskoða verk hinna er viðskiptaráðherra í rauninni að opinbera skilningsleysi sitt á aðstæðum í íslensku viðskiptalífi.
Það er alveg á hreinu að þetta eru ekki einu tengslin í þessu ferli. Glitnir virðist bara vera eini bankinn sem fjölmiðlar taka fyrir. Landsbankinn virðist t.d. alveg sleppa af einhverjum ástæðum.
Við erum einfaldlega of fá til að hægt sé fela einu stóru fyrirtæki að hafa eftirlit með störfum annars stórs fyrirtækis þannig að það bíti eitthvað og hafi einhvern trúverðugleika.
Fljótlega kemst á þegjandi samkomulag í golfklúbbnum, hjá rótarífélögunum, á kiwanisfundi, í ræktinni, í heita pottinum og víðar um að vera ekki að klóra augun hver úr öðrum.
Ekkert rekjanlegt, ekkert sem hægt er að sakfella fyrir.
Ósköp mannlegt, en algerlega ómögulegt.
Því fyrr sem erlendum aðila er falið að hafa yfirumsjón með öllu rannsóknarferlinu, því fyrr kemur fram niðurstaða sem einhver möguleiki er á að njóti einhvers trausts sem hægt er að byggja framhaldið á.
Björgvin vissi af rannsókn KPMG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er ekki KPMG erlent endurskoðunarfyrirtæki? PriceWaterhouse líka? En vissulega ertu að gefa í skyn að íslenskir starfsmenn þessara fyrirtækja séu of háðir og tengdir sem endurskoðendur t.a.m. Glitnis. Sammála þér að ísinn er háll í þessu máli. KPMG réttlætir líklegast að það séu ekki sömu starfsmennirnir sem endurskoða eða veita skilanefnd ráðgjöf. Samt tæp rök. Gleymum ekki einu. Fyrir nokkrum árum var löggjöfinni a.m.k. í BNA breytt þannig að fyrirtæki eins og PWC varð að skilja á milli ráðgjafar og endurskoðunar sem varð til þess að PWC (og KPMG líka) varð skipt upp. Einnig máttu fyrirtækin ekki veita fyrirtæki ráðgjöf ef það var endurskoðandi þess. Þessi fyrirtæki eiga að starfa samkvæmt bandarískri löggjöf, líka á Íslandi. En það virðist greinilega ekki skipta máli. Og því miður er hætta á þegjandi samkomulagi, eins og þú bendir á.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 10:34
Mér finnst hún ekki trúverðug skýring ráðherra, að hann hafi ekki áttað sig á tengingunni á milli KPMG og Stoða, eins og þetta var mikið í umræðunni um daginn.
Annars taka Sarbanes-Oxley reglurnar bandarísku á þessu. Þær setja skorður við val á endurskoðanda og krefgjast auk þess að fyrirtæki skipti um endurskoðanda á 5 ára fresti. Þar hafa menn þegar lært að fara í kringum reglurnar. Skipt er um endurskoðanda, en starfsfólk hans er alltaf það sama, þ.e. það eina sem breytist er yfirmaðurinn.
Marinó G. Njálsson, 10.12.2008 kl. 10:49
Mig minnir að í kpmg séu trúnaðarreglur og nafnleynd það væri nú samt gaman að sjá hverjum starfsmennirnir tengjast i þessu svokölluðu fjölskylduböndum og þessi hrepparigur lægist einhverntiman ,asnaleg umræða.
Ásgeir Jóhann Bragason, 10.12.2008 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.