Íþróttamálaráðherra ræðst að íþróttahreyfingunni

Ef þessar tillögur ná fram að ganga og kostun verður bönnuð mun íþróttaefni verða mun einhæfara en áður. Hestamenn hafa t.d. sjálfir framleitt sitt efni gegn því að fá að setja kostunaraðila með og fleiri dæmi mætti nefna.

Auglýsingastofur og birtingahús virðast hafa greint sig að þeirri niðurstöðu að einungis fótbolti sé áhugavert sjónvarpsefni og því seljast hefðbundnar auglýsingar ekki af neinu ráði nema í tengslum við fótboltaviðburði og kannski handbolti og karfa á góðum degi. Það hefur áhrif á þá sem velja það íþróttaefni sem sýnt er.

Þetta þýðir að tekjur af sölu á auglýsingum, skiltum og þess háttar á aðra íþróttaviðburði mun dragast verulega saman.

Gerir íþróttamálaráðherra ráð fyrir að bæta íþróttahreyfingunni þann tekjumissi?


mbl.is Gjald vegna RÚV verður 17.900
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að auglýsingastofur og birtingahús hafi ekki greint sig að niðurstöðunni heldur fylgi markaðinum.  Fótbolti er jú risaiðnaður í heiminum sem aðrar íþróttagreinar eru ekki nema þá í BNA.  Ekki óeðlilegt að sú grein selji best. En munu tillögurnar þýða að hestamenn geti ekki framleitt sitt efni sjálfir og aflað sér kostunar á því.  Selt síðan RUV sýningarrétt.  Erum við ekki að tala um auglýsiningasekúndur sem auglýsingadeild RUV selur beint.  Þessar tillögur eru loðnar og geri ráð fyrir að menn verði fljótir að fara í kringum þær.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 17:30

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Tillögurnar þýða að kostun verður bönnuð í allri mynd, ef ég skil fréttaflutninginn rétt. Hef reyndar ekki skoðað frumvarpið sjálft, en umræðurnar eru lögskýringargögn, sem RÚV ohf verður einnig að taka tillit til.

Gestur Guðjónsson, 10.12.2008 kl. 18:20

3 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Ég á erfitt með að sjá fyrir mér að RÚV geti ekki tekið efni til sýninga sem hefur verið kostað af einhverjum, ef framleiðandi efnisins er ekki RÚV. Hins vegar hlýtur það efni þá að verða boðlegt öðrum stöðvum til sýningar, því ef RÚV fengi einkarétt á sýningu þá er bara verið að fara í kringum reglurnar.

Segi þetta án þess að hafa kynnt mér þetta sérstaklega, ég sé bara ekki fyrir mér að lög um RÚV geti stjórnað starfi sjálfstæðra framleiðenda. Viti einhver betur þá segið til.

Einar Sigurbergur Arason, 11.12.2008 kl. 04:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband