Vönduð málefnavinna Sjálfstæðisflokksins?

Daginn eftir að Sjálfstæðisflokkurinn byrjar Evrópuumræðu sína með pompi og prakt, þar sem yfirlýsingin er að velta eigi við hverjum steini á þeim litlu 7 vikum sem til stefnu eru, kemur varaformaður flokksins með yfirlýsingu um að niðurstaðan liggi fyrir. Það beri að sækja um Evrópusambandsaðild.

Ekki að ég sé ósammála niðurstöðunni, en hvers konar sýndarmennska er málefnastarf Sjálfstæðisflokksins, fyrst þetta er með þessum hætti, að niðurstaðan sé gefin fyrirfram?

Við skulum átta okkur á því að varaformaður Sjálfstæðisflokksins stýrir innra starfi flokksins, þám málefnastarfinu.

Í framhaldið af þessu verður maður að spyrja hvers konar misnotkun á almannafé það er að Evrópunefnd Alþingis sé notuð til að sækja umsagnir úr samfélaginu inn í þetta starf?

Tímasetning og form þeirrar beiðnar er í það minnsta afar heppileg fyrir Sjálfstæðisflokkinn svo ekki sé meira sagt.


mbl.is Ekkert annað hægt en sækja um aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hana langar greinilega á fleiri handboltaleiki og því er allt gert til að halda í ríkisstjórnarsamstarfið, jafnvel að stórskaða einu traustu stoðina í efnahagslífinu og um leið eina möguleika Íslands til að ná sér út úr skuldafeninu sem ESB þrýsti ríkisstjórnina til að leiða yfir þjóðina.

Sigurður Þórðarson, 15.12.2008 kl. 13:56

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Stjórn sem sofnaði á verðinum, tapaði traustinu og er rúin fylgi hefur ekkert umboð til að hefja viðræður.

Það þarf að kjósa fyrst, fá nýja stjórn og gera ESB að kosningamáli. Ákvörðun númer 1 er um hvort þetta samband sé það sem Íslandi hentar best. Sé því svarað játandi í kosningum er hægt að hefja viðræður, ekki fyrr.

Haraldur Hansson, 15.12.2008 kl. 13:59

3 Smámynd: TómasHa

Þú veist betur en að segja þetta bull Gestur. Eins og þú svo vel veist er Kristján Þór yfir Evrópunefndinni. Þorgerður lýsti þessari skoðun sinni víða og löngu áður en þessi málefnavinna byrjaði.

Það liggur fyrir að það eru skiptar skoðanir á þessu máli í flokknum, eins og öðrum flokkum. Sama á við um kjörna fulltrúa hans, þar eru skiptar skoðanir.

Það hefur ekkert með að gera um gæði málefnastarfsins sem nú er í gangi.

TómasHa, 15.12.2008 kl. 14:02

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Tómas, Þorgerður opnaði fyrir skömmu á þann möguleka að ræaða þessi mál en sagði jafnframt að hún teldi hagsmunum Íslands betur borgið utan bandalagsins. Þetta er vingulsháttur því ekkert hefur breyst annnað en að ESB heur neytt ríkisstjórnina til að leggja Icesave byrgðarnar á herðar ófæddum íslendingum og hitt að sjávarútvegurinn skiptir nú meira máli.

Sigurður Þórðarson, 15.12.2008 kl. 14:22

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Kristján Þór er yfir Evrópunefndinni, það er hárrétt og ég er mér vel meðvitaður um það. En það breytir því ekki að varaformaður Sjálfstæðisflokksins er yfir innra starfinu og þar með Evrópunefndinni, er það ekki rétt skilið?

Það er greinilegt að það er misjafnt hvernig forystumenn flokkanna upplifa hlutverk sitt. Bæði Halldór, Jón og Guðni höfðu mjög ákveðnar skoðanir á Evrópumálum, en voru bundnir af samþykktum flokksþings (sama og landsfunds Sjálfstæðisflokksins) og töluðu því ekki gegn eða lengra en stefna flokksins gaf leyfi til, þótt óbreyttir þingmenn og flokksmenn megi það auðvitað. Sama er Valgerður að gera.

Sömuleiðis er stjórnarsáttmálinn enn óbreyttur og undarlegt að ráðherra í ríkisstjórn skuli tala þvert gegn stefnu þeirrar ríkisstjórnar sem hún situr sjálf í.

Gestur Guðjónsson, 15.12.2008 kl. 14:24

6 Smámynd: TómasHa

Skiptir það máli hvort hún er yfir innra starfinu? Ekki veit ég hvernig þessu er háttað innan Framsóknar, en það að vera yfir þýðir ekki að ráða niðurstöðunni. Hennar skoðanir eru jafn réttháar og allra annara í flokknum.

Þrátt fyrir að Þorgerður fylgi stefnu flokksins og stjórnarsáttmálanum, er eðlilegt að menn hafi eigin skoðanir. Hvorugt bindur skoðanir fólks, sem er nokkuð annað en þegar kemur að framfylgja stefnunni.

TómasHa, 15.12.2008 kl. 15:07

7 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Í jafn foringjahollum flokki og Sjálfstæðisflokknum hefur svona yfirlýsing mikla vigt og er mjög leiðandi fyrir starfið.

Gestur Guðjónsson, 15.12.2008 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband