Rýtingur í bak bænda

Nú er hinn sanna sýn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins á mikilvægi landbúnaðarins að koma í ljós. Þeim er sléttsama um fæðuöryggi þjóðarinnar og byggðaþróun í landinu. Afkoma bænda er þeim óviðkomandi.

Óvild Samfylkingarinnar í garð landbúnaðarins hefur lengi verið ljós, hana fékk hún í arf frá Alþýðuflokknum, en nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn gefið eftir þrýstingi þeirra og ætlar ekki að standa við gerða samninga gagnvart bændum. Sannfæring íhaldsins var þá ekki meiri eftir allt saman.

Í öllu fátækratalinu held ég að félagsmálaráðherra væri réttar, í stað þess að standa að svona gerningi, að kanna fátækt í sveitum landsins og hverjar framtíðarhorfurnar séu.

Ég held að bændur landsins og þeir sem tengjast íslenskum landbúnaði ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir greiða þessum tveimur flokkum atkvæði sitt.


mbl.is Hætt við vísitölutengingu í búvörusamningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sveitirnar hafa líka menningarlegt og félagslegt gildi.  Fátt er hollara fyrir börn en að komast í sveit og kynnast dýrum og náttúru.

Sigurður Þórðarson, 15.12.2008 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband