Takk Ólafur Ragnar

Vér Íslendingar þökkum yður hr forseti fyrir að hafa stöðvað fjölmiðlafrumvarpið á sínum tíma. Gjáin var greinilega ekki á milli þings og þjóðar, heldur þings og auðmanna.

Nú er trúverðugleiki: 

  • Hreins Loftssonar: Búinn 
  • Reynis Traustasonar: Búinn
  • Sigurjóns Árnasonar: Búinn
  • Björgólfs Guðmundssonar: Búinn
  • DV: Búinn

Hann var svosem lítill fyrir....

Fjölmiðlalög strax takk fyrir.


mbl.is Íhugar málsókn gegn Kastljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gestur.

Það er rétt á þeim tíma var gjáin milli þings og auðmanna, og það mátti ljóst vera þeim sem rýndi í málin.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.12.2008 kl. 01:39

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það kom reyndar fram bæði í þessari upptöku og í orðum Reynis að það væri ekki eigandi DV, sem væri að stoppa þetta. Þetta hefur því ekkert með fjölmiðlalögin að gera. Þau fjölmiðlalög, sem Ólafur Ragnar stoppaði hefðu einmitt verið stórskaðleg fyrir sjálfstæði fjölmiðla gagnvart peningaöflum. Þau hefðu nánast útilokað alla, sem eiga einhverja peninga til að eiga eitthvað af viti í fjölmiðlum. Þar með hefði orðið erfitt að afla eigin fjár fyrir fjölmiðla og því þurft að afla stærri hluta fjár þeirra með lánum. Það hefði gert þá háðari því að hafa stöðugar tekjur og gert þá þar með viðkvæmari fyrir tekjumissi í eihvern tíma. Það hefði aftur gert þá mun háðari öllum stórum auglýsendum. Þeir hefðu því ekki þorað að gera neitt, sem gæti reitt þá til reiði.

Það er rétt að það þarf að setja lög um fjölmiðla, bæði eignarhald og gegnsæi hvað eignarhald varðar. Ólafur Ragnar gerði þjóðinni hins vegar stóran greiða með því að stoppa þann óskapnað, sem fjölmiðlalögin voru á sínum tíma. Reyndar var það svo að það var ekki Ólafur Ragnar, sem stoppaði þau. Það var ríkisstjórnin, sem tók þau til baka í stað þess að fara með þau í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það var einfaldlega vegna þess að hún þorði ekki með þau í þjóðaratkvæðagreiðslu enda sýndu allar skoðanakannanir að þar hefðu þau verið kolfelld. Í raun var það þá meirihluti þjóðarinnar, sem stoppaði þennan óskapnað.

Sigurður M Grétarsson, 16.12.2008 kl. 06:46

3 Smámynd: Jónas Egilsson

Málið er það er gjá milli forsetans og þjóðarinnar og milli ákveðinna auðmanna og þjóðarinnar líka. Þetta bil er dýpra en milli stjórnmálamanan og þjóðarinnar. Í öllu falli getur almenningur enn kosið sér þing og þ.a.l. ríkisstjórn.

Í raun liggja fyrir ásakanir um meint vanhæfi fosetans, skv. stjórnsýslulögum, til að hafa afsktipti af þessu máli, sem ekki hafa verið hraktar.

Ef forsetinn sjálfur, kona hans eða dóttir hafa haft beina eða óbeina hagsmuni af samþykkt fjölmiðlafrumvarpsins er hann vanhæfur. Reyndar er hvorki fordæmi fyrir beinum afskiptum forseta af löggjafarvaldinu né eignarhaldi í fyrirtækjum eða í viðskiptalífinu almennt.

Við erum nú í dag að taka afleiðingum af gjörðum forsetans.

Jónas Egilsson, 16.12.2008 kl. 11:06

4 Smámynd: Sævar Helgason

Já það eru allir fjölmiðlar á Íslandi í dag- ómarktækir. Málpípur eigenda sinna og eða þess stjrórnmálafls sem drottnar yfir þeim ríkisrekna-- Bloggið er það eina sem við höfun nú til að miðla upplýsingum....Hversu lengi varir það ?

Sævar Helgason, 16.12.2008 kl. 12:18

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sigurður M: Fram hefur komið í bók Guðna Ágústssonar að forsetinn ætlaði ekki að samþykkja nein lög á fjölmiðla, sama hvernig þau væru. Það er rétt að upphaflega fjölmiðlafrumvarpið var óskapnaður, en búið var að slípa af því verstu annmarkana, þótt eflaust hefði mátt gera miklu betur, en yfirlýsing forsetans um að hann myndi ekki samþykkja neitt fjölmiðlafrumvarp setti málið í þann farveg sem það er í dag.

Gestur Guðjónsson, 16.12.2008 kl. 16:30

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Margnefnd "gjá" var á þeim tíma fyrst og fremst milli þjóðar og þings.

Fólk skynjaði að sami forsætisráðherra sem lét sér vel líka að hægri öflin réðu einu tveimur dagblöðunum á markaðnum um aldamótin, Morgunblaðinu og DV, fékk allt í einu áhuga á málinu þegar staðan hafði breyst í þá veru að í fyrsta sinn í sögu daglblaðalestrar á Íslandi var jafnræði á milli tveggja álíka stórra aðila á markaðnum.

Frumvarpið var kornið sem fyllti mælinn í einræðistilburðum Davíðs og Halldórs sem án nokkurs samráðs við neina aðra ákváðu í mars 2003 að gera Íslendinga að stríðsþjóð í hinu ólöglega stríði í Írak sem byggt var á lygum og blekkingum.

Vitna að öðru leyti í athugasemd mína í bloggi mínu um fjórða valdið og tel miður að ekki skuli hafa verið sett lög um fjölmiðla til að hamla gegn einstefnu í þeim.

Ómar Ragnarsson, 16.12.2008 kl. 18:32

7 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Margt til í því sem þú segir Ómar.

Hins vegar verður að halda því til haga að stuðningurinn við Íraksstríðið var byggður á röngum forsendum og var því röng ákvörðun. Enginn getur nokkurntíma sagt hvernig staðan hefði verið, ef forsendur þess hefðu verið sannar. Sömuleiðis vegar verður að halda því til haga að stuðningur ríkisstjórnarinnar við Azoreyjayfirlýsinguna byggðist ekki síður á því að hún innihélt skuldbindingu um tveggja ríkja lausn á deilu Ísraela og Palestínumanna. Eitthvað sem ekki hefur verið staðið við frekar en annað sem núverandi forseti Bandaríkjanna hefur sagt.

Gestur Guðjónsson, 16.12.2008 kl. 20:58

8 Smámynd: Kommentarinn

Sama þó þessar meintu forsendur íraksstríðsins hefðu reynst réttar var þetta samt röng ákvörnun og í raun finnst mér hún óréttlætanleg sama hvaða forsendur þessir menn hefðu fundið sér.

Að auki finnst mér ákvörðun Ólafs að fullu réttlætanleg á þessum tíma því hún endurspeglaði vilja meirihluta þjóðarinnar. Þessi lög hefðu skert frelsi fjölmiðla verulega og það er ekkert víst að við værum í betri stöðu í dag. Menn gleyma að það eru og voru til ríkisfjölmiðlar sem eru óháðir svokölluðum "baugsmiðlum"

Kommentarinn, 16.12.2008 kl. 21:17

9 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Kommentari: Eins og ég sagði, þá veit maður það ekki, það er ef vera og skyldi. En staðreyndin er sú að Davíð og Halldór voru blekktir til fylgislags við þennan gjörning og auðvitað átti að hafa samráð við Alþingi.

Ég ætla að taka fyrstu ákvörðun hr Ólafs Ragnars út fyrir sviga, lögin voru ekki fullkomin, en samt mun betri en upphaflega frumvarpið. En sú afstaða að ætla að neita öllu sem héti fjölmiðlalög er eitthvað sem hann verður að útskýra nánar.

Gestur Guðjónsson, 17.12.2008 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband