Verið að hlaða verðbólgupúðurskot næstu ára

Það geysilega fjármagn sem verið er að dæla inn í hagkerfi heimsins núna og á næstu mánuðum getur ekki þýtt nema eitt: Verðbólgu.

Inndæling peninga án tilsvarandi verðmætasköpunar þýðir óhjákvæmilega að verðmæti peninganna rýrnar. Því er í rauninin verið að færa verðmæti á milli vasa, að yfirfylla suma vasa til þess að auka neyslu og fjárfestingu, því í dag eru allir peningar fastir í þeim vösum sem þeir eru í núna.

Það er í sjálfu sér ágætt fyrir okkur. Það ætti að auka líkurnar á því að samkeppnisstaða Íslands og annarra landa jafnist, með því að hinn blauti draumur kratanna rætist: Að allir hafi það jafnskítt.


mbl.is Hvetur til útgjalda til þess að örva hagkerfi heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Sumir spá verðbólgu. Aðrir spá verðhjöðnun. Hagfræðin á hug minn allan.

Björgvin R. Leifsson, 21.12.2008 kl. 21:17

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gott mál Íslendingar skulda lán með föstum vöxtum.  Vonandi verður verðbólgan hærri en vextirnir en það er líklega óskhyggja.

Sigurður Þórðarson, 22.12.2008 kl. 06:06

3 Smámynd: Ari Jósepsson

OMG ég er sem betur fer ekkert inní þessu.

Ég hef ekkert verið að horfa á frettirnar :/

Ari Jósepsson, 22.12.2008 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband