Ekki hækka stýrivextina

Jafnvel þótt núverandi stýrivextir séu neikvæðir miðað við verðbólguhraðann, er ekki þörf á að hækka þá til að halda fjármagni í landi.

Fyrir það fyrsta þá er bannað að fara með fjármagn úr landi, og því í rauninni engin þörf á að hafa stýrivextina svona háa þess vegna og einkaneysla öll á niðurleið, þannig að forsendur þessara stýrivaxta eru tæpar.

Í annan stað eru stýrivextir annarsstaðar í heiminum meira og minna neikvæðir, þannig að þótt fjármagnsflutningar væru gefnir frjálsir, er fjármagninu ekkert betur komið annarsstaðar.

Þess vegna er engin ástæða til að hækka stýrivexti. Frekar þarf að útskýra af hverju ekki er búið að lækka þá verulega, amk meðan að gjaldeyrishöftin eru í gangi.


mbl.is Verðbólgan mælist 18,1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Jósepsson

Hvað eru stýrivextir ég er svo litið i þessu :/

Ég finn ekkert fyrir kreppunni.Hefur ekki alltaf verið dýrt herna á Islandi eða ?

Ari Jósepsson, 22.12.2008 kl. 13:02

2 Smámynd: A.L.F

Voru þetta ekki einmitt ein af fyrstu mistökum Finna? þeir hækkuðu stýrivexti, skáru niður allstaðar og hækkuðu skatta. Drápu næstum landann áður en þeir áttuðu sig á hvað þeir voru að gera stór misstök.

A.L.F, 22.12.2008 kl. 19:31

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Efnahagslífið fer í alkul ef stýrivextir verða hækkaðir. Málið er líka að það er illmögulegt að afsetja eignir til að greiða skammtímalán.

Gleðileg jól

Sigurður Þórðarson, 23.12.2008 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband