Ábyrgðarflótti Samfylkingarinnar?

Í febrúar mun IMF meta stöðuna á Íslandi á ný, áður en næsti hluti lánsins verður veittur sem og megnið af lánum frá vinaþjóðum okkar. Þá eiga einnig að vera komin fram fjárlög fyrir árið 2010. Þau verða að vera hallalaus, að því að ég heyri.

Það þýðir geysilegan niðurskurð í velferðarkerfinu og skattahækkanir.

Ummæli undanfarinna daga fá mann til að hugsa að við þessari stöðu hafi Samfylkingin bara eitt svar. Að flýja af hólmi og slíta stjórnarsamstarfinu, til að þurfa ekki að takast á við óvinsældir þessara aðgerða.

Sjálfstæðismönnum er hótað og storkað, þannig að þeir geti ekki samþykkt eins róttæka breytingu í Evrópumálum og annars hefði orðið. Stolt þeirra leyfir ekki að láta stjórnmálamenn í öðrum flokkum ráða för í stefnumótun flokksins.

Þá niðurstöðu mun hún svo nýta sem átyllu fyrir stjórnarslitum, til að verja þá stöðu sem Samfylkingin hefur í skoðanakönnunum.

Sjálfstæðisflokkurinn stendur þá frammi fyrir tveimur kostum, hafandi þingrofsréttinn. Annaðhvort að fara í kosningar með afleita upphafsstöðu og enn verri horfur og tryggja Samfylkingunni lykilstöðu í íslenskum stjórnmálum, eða að byggja brú yfir til VG með tvöföldu ESB leiðinni sem Geir H Haarde virðist nú flúinn í. Það er leið sem við Framsóknarmenn töldum okkur hafa tíma í fyrir hrun, en það er ljóst í mínum huga að við höfum ekki lengur þann tíma. Við verðum að hafa nothæfa mynt til að efnahagslífið geti komist í gang á ný og hægt verði að fjárfesta á ný í atvinnulífinu.

Þannig mun Geir H Haarde fá einhvern tíma til að reyna að bæta stöðu eigin flokks, áður en bakland VG springur og boðað yrði til kosninga.


mbl.is ESB aðeins átylla fyrir stjórnarslitum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Við munum ekki getað gengið inn í ESB nema eftir að Lissabon sáttmálinn hefur verið samþykktur og að viðræður verði lokið. fyrsta lagi snemma árs 2010 ef við segjum já við öllu og verðum ekki með múður.

evran í gegnum ESB er síðann ekki möguleg fyrr einhverntíman 2020 eða seinna. IMF lánin og Icesave skuldirnar koma í veg fyrir að við getum tekið upp evru vegna stöðugleika ákvæðana og annað slíkt. 

ESB er því ekki nein lausn heldur einungis flótti frá því að taka á málunum. 

gefum skít í IMF og Icesave. orðspor okkar er þegar farið og Bretar eru ekki að taka okkur af hryðjuverkalistanum. við eigum ekki að bæta ofan á það með því að gera kvölurum okkar til geðs og kyssa á vönd þeirra. 

ekkert IMF lán og enginn Icesave skuld rekum ríkisjóð með halla í nokkur ár. það er mun kostnaðarminna heldur en allt annað.

Fannar frá Rifi, 5.1.2009 kl. 02:27

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Fannar: Það er einn möguleiki sem þú nefnir ekki, það er að fara dönsku leiðina, að gera gjaldmiðilsstöðugleikasamning við evrópska seðlabankann.

Gestur Guðjónsson, 5.1.2009 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband