Ísraelsstríðið og Íraksstríðið

Þegar forystumenn ríkisstjórnar Íslands tóku ákvörðun um að styðja Azoreyjayfirlýsinguna, sem innihélt m.a. stuðning við innrás í Írak, en reyndar einnig loforð USA um stofnun Palestínuríkis, fór formaður Samfylkingarinnar hamförum yfir því að sú ákvörðun hafi verið tekin án samráðs við utanríkismálanefnd Alþingis.

- með réttu.

En nú ber svo við að utanríkisráðherra fordæmir innrás Ísraelsmanna inn í Gaza

- með réttu.

En hún gerir það algerlega án nokkurs samráðs. Ekki einu sinni innan ríkisstjórnarinnar, hvað þá við utanríkismálanefnd.

Ætlar niðurlægingu Alþingis og ósamkvæmni Samfylkingarinnar aldrei að linna?


mbl.is Æfðu innrásina í átján mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta er ekki það sama. Stuðningur við innrásina í Írak var gerð í nafni íslensku þóðarinnar en fordæming á árásum Ísraela var aðeins gerð í nafni utanríkisráðherra Íslands. Ingibjörg tóka það meira að segja fram í því sjónvarpsviðtali, sem hún fór í að þessu tilefni að þessi yfirlísing væri ekki í nafni ríkisstjórnarinnar.

Sigurður M Grétarsson, 5.1.2009 kl. 18:16

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Það gerði hún eftirá.

Samkvæmt fjölmiðlum voru engir fyrirvarar í þeirri yfirlýsingu og því verður maður auðvitað að ganga út frá því að þegar utanríkisráðherra gefur út yfirlýsingu frá Utanríkisráðuneytinu, sem lögum samkvæmt fer með utanríkismál þjóðarinnar, sé að tala fyrir hönd ríkisstjórnarinnar allrar og þar með þjóðarinnar.

Gestur Guðjónsson, 5.1.2009 kl. 18:30

3 Smámynd: Sigurður Rúnar Sæmundsson

Auðvitað talar hún í nafni íslensku þjóðarinnar. Hún er okkar fulltrúi í utanríkismálum. Það er samt soldið skondið, að um leið og hún fordæmir Ísraela, þá blessar hún Kínverja, sem eru að haga sér illa í Tíbet. Hún er ekki sá mannréttindafrömuður, sem hún vill vera láta. Og það er slæmt, þegar opinber starfsmaður nýtir stöðu sína til eigin hagsmuna. Og þá er ég að tala um vinsældaöflun. Þorgerður Katrín sýndi þó þann þroska, að tjá sig ekki, þar sem ríkisstjórnin og utanríkismálanefnd hafði ekki komið saman.

Sigurður Rúnar Sæmundsson, 5.1.2009 kl. 19:20

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Erlendir aðilar vita ekki annað en að Ingibjörg Sólrún tali í nafni íslensku ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar.

Það kann að vera þannig að ekki sé hægt að bíða eftir fundi hjá utanríkisnefnd áður en svona yfirlýsing er gefin.

En það miðast þá við það ófremdarástand að jafn mikilvæg nefnd skuli ekki haga stöðu sinni og vinnubrögðum þannig að hægt sé að kalla hana til með skömmum fyrirvara með tilliti til eðlis mála.

Síðan eru til dásamleg tækniundur eins og símar og net sem gera fólki kleyft að stunda samskipti. En miðað við þau vinnubrögð Alþingis að nota 19. aldar aðferðir við að rannsaka atburðina við Rauðavatn í fyrravor er auðvitað til allt of mikils mælst að 19. öldinni sé sleppt í störfum þingsins.

Ómar Ragnarsson, 5.1.2009 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband