Er sem sagt fiskur undir steini?

Það er greinilegt að í þessu máli, eins og í öllu sem þessi ríkisstjórn kemur nálægt, er ekki öll sagan sögð.

Getur verið að þessi varfærna nálgun ríkislögmanns og bresku lögmannana gagnvart breskum yfirvöldum sé vegna þess að í ljós hefur komið að bankarnir hafi hagað sér með þeim hætti að bresk stjórnvöld hafi í raun haft ástæðu til að ætla að verið væri að fremja ólöglega gerninga, sem sett gæti breska fjármálakerfið á hliðina?

Mér finnst ekki hafa komið fram með nægjanlega skýrum hætti hvað gordon brown átti við þegar hann talaði um peningasendingar til Íslands og eins hvort rétt sé að þær hafi farið beinustu leið til Lúxemborgar og hvert þá þaðan.

Ef það er fiskur undir steini, verðum við sem þurfum að borga brúsan að vita af því. Auðvitað er ekki hægt að segja frá því í smáatriðum núna, en mér væri nægjanlegt að vita að verið sé að rannsaka það mál af efnahagsbrotadeild með ákæru í huga.


mbl.is Leita til mannréttindadómstóls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Sigrún Harðardóttir

Sammála þér Gestur, nema ég held að það sé stórhveli sem dylst undir klettinum.

Helga Sigrún Harðardóttir, 6.1.2009 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband