Hvaða skoðun hafa 3,6% Frjálslyndra?

Það er allrar athygli vert að 51,6% skuli vera á móti aðildarviðræðum, 34,8% fylgjandi, 9,5% óákveðnir og 0,5% kusu ekki á réttan hátt.

En hver er skoðun þeirra 3,6 prósenta sem ekki var gert grein fyrir, en í fréttinni var gerð grein fyrir afstöðu 96,4% þeirra sem þátt tóku?

Eins væri nú eðlilegt í svona frétt að gerð yrði grein fyrir þátttökuhlutfalli.


mbl.is Frjálslyndir hafna ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Egilsson

Gestur.

Úr því að Sam-fylkingin er eiginlega hvorugt orðin og á leið út úr stjórnarsamstarfi að því er virðist, fer Sjálfstæðisflokkurinn ekkert að velta þessum ESB málum frekar fyrir sér. Hætt er við að kröfur Framsóknarmanna verði ekki nokkuð sem þeim í Brussel hugnast. Afstaða VG er vel þekkt. Síðan er farið að draga úr vinsældum ESB hér á landi ef marka má nýjustu kannanir.

Með öðrum orðum að málið er dautt - í bili a.m.k. Ég reyndar segi því miður, því þótt ég sé ekkert inná aðild, var það a.m.k. nauðsynlegt að mínu mati að meta kosti og galla til langframa með aðildarumsókn.

Jónas Egilsson, 24.1.2009 kl. 22:28

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er sáttur við stefnumörkun Framsóknar í ESB ef þeir standa við hana.  Eins og komið er fyrir Íslandi megum við ekki við því að missa auðlindirnar.

En hvernig í ósöpunum ætla menn að standa við vaxtagreiðslur upp á 180.000 á hverja fjögurra manna fjölskyldu á mánuði?  Það verður að stokka upp allt ríkiskerfið og stýra landinu eingöngu með þjóðarhag að leiðarljósi. Í hvað eru Íslendingar að stefna?

Sigurður Þórðarson, 24.1.2009 kl. 22:53

3 Smámynd: Valdimar Sigurjónsson

Kannski það sé ekki birtingarhæft.....hehe

Valdimar Sigurjónsson, 24.1.2009 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband