Ég geri eina kröfu til ríkisstjórnarflokkanna

...og aðeins eina.

Standið saman.

Það er kannski fram á of mikið farið, en ef ríkisstjórnarflokkarnir ná að standa saman, leysist hitt meira og minna af sjálfu sér.

Það er gert með einni lítilli samþykkt.

Að ríkisstjórnin sammælist um að starfa sem samhent fjölskipað stjórnvald, þar sem meirihluti ræður, en ekki samkoma einræðisherra í hverju ráðuneyti, þar sem hver bendir á annan og allir vinna í kross.


mbl.is Þingflokksfundir hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Ef það væri  nú hægt, þá væri vandinn kannski leystur. En þetta fólk er hvert fyrir sig einn lítill einræðisherra, það hlustar ekki á kröfurnar sem óma úti í samfélaginu, telur Austurvallarmótmælendur vera örfáa einstaklinga. Það lifir í sínum fílabeinsturni og skilur ekkert, heyrir ekkert. Þess vegna þarf það að hverfa úr ríkisstjórn.

Þorgrímur Gestsson, 26.1.2009 kl. 10:35

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Sammála þér Gestur, við verðum að standa saman sem eitt - nú er að duga eða ............

öll að láta af oflæti sínu

Jón Snæbjörnsson, 26.1.2009 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband