Forsetinn krefst stjórnlagaþings

Ég get ekki túlkað forsetans á annan veg en að hann ætli að leggja afstöðu flokkanna til stjórnlagaþings til grundvallar því hver fær stjórnarmyndunarumboð.

Stuðli hann með því að við tökum stjórnskipulagið til endurskoðunar, væri það eitt mesta framfaraverk sem unnið hefur verið í þessu embætti.


mbl.is Skapa þarf samfélagslegan frið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Heyr heyr

Baldvin Jónsson, 26.1.2009 kl. 18:31

2 Smámynd: Jónas Egilsson

Forsetinn hlýtur að leggja sitt af mörkum með því að segja af sér að loknum næstu þingkosningum og myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ákall hins "nýja Íslands" hlýtur að vera að afnema þá óvissu og deilur sem hafa verið um embættið og embættisfærslur forsetans.

Augljóst er að hlutverk forsetaembættisins er mjög óskýrt og þarfnast mikillar skoðunar við, hvort sem menn vilja efla það eða styrkja.

Jónas Egilsson, 26.1.2009 kl. 20:52

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Jónas, eins og við Framsóknarmenn ályktuðum um síðustu helgi, á að fara yfir hvort við eigum að hafa þjóðhöfðingja og þá hvert hlutverk hans eigi að vera.

Gestur Guðjónsson, 26.1.2009 kl. 20:54

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Eigum við Framsóknarmenn nokkuð að vera að tvínóna við þetta.Við eigum að sjálfsögðu að krefjast þess að hann taki að sér að vera bæði forseti og forsætisráðherra.Hann færi létt með það.Og hann er kominn aftur í flokkinn ,það sér hver maður.

Sigurgeir Jónsson, 26.1.2009 kl. 21:18

5 Smámynd: Jónas Egilsson

Fagna þessu sjónarmiði ykkar Gestur.

Það hefur löngum verið ljóst að margt er óvisst um valdsvið foreta. Þó Bretar geti stjórnað sínu landi, án skriflegrar stjórnarskrá og hafa í um 200 ár, er ljóst að við þurfum að hafa þetta allt skriflegt.

En er forsetinn sammála? Eftir ræðu hans í dag, held ég svo hljóti að vera.

Jónas Egilsson, 26.1.2009 kl. 21:23

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ef valdsvið forseta væri nú það eina sem er óvissa um, væri ekki mikil þörf á stjórnlagaþingi, en það er full þörf á stjórnlagaþingi núna, þar sem öllum steinum verður velt og bestu synir og dætur þjóðarinnar móti tillögur um nýja stjórnarskrá sem bornar verði undir þjóðina.

Gestur Guðjónsson, 26.1.2009 kl. 21:27

7 Smámynd: Benedikta E

Hvað er stjórnlagaþing ? ? ? - Er það sama og utanþingstjórn ? ? ?

Benedikta E, 27.1.2009 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband