Samvinnufélög í matvöru

Þegar matvörumarkaðurinn hér á landi er borinn saman við markaðinn í nágrannalöndunum kemur í ljós að þar, eins og hér, er markaðnum skipt á milli fárra stórra keðja.

Samt virðist álagning hér vera talsvert meiri en þar, þótt tillit sé tekið til kostnaðarþátta.

Munurinn liggur að mínu mati í því að á Norðurlöndunum og víðar er í það minnsta einn þessara stóru aðila á markaðnum samvinnufélag, sem hefur ekki hagnað að leiðarljósi, heldur hagstæð kjör fyrir félagsmenn.

Hinar keðjurnar verða svo að keppa við þær keðjur í verði og neyðast því til þess að stilla álagningu í hóf.

Því er ekki til að dreifa hér.


mbl.is Mótmæltu hækkun vöruverðs í Krónunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Hvers vegna er það að ef þú rekur t.d kaffihús þá er ódýrara að kaupa kaffið í Bónus en staðgreitt hjá byrgjunum? þarna er einhver kúgun í gangi sem þarf að uppræta það getur enginn keppt við þá sem einoka markaðinn með þessum hætti.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 29.1.2009 kl. 08:33

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Var ég að tala um kaupfélögin eins og þau voru rekin á Íslandi?

Þau samvinnufélög sem ég er að vísa til eru ekki að blanda saman alls konar rekstri.

Kynntu þér málin

Gestur Guðjónsson, 29.1.2009 kl. 12:20

3 Smámynd: Jón Arnar

Held nú að hér hafi það verið Nettó (einkafyrirtæki) sem fékk Fakta (sem er samvinnufélagsverslun til að verða til. Án þeirrar samkeppni hefði eflaust Brugsen sem var svona venjuleg kaupfélagsbúð og rekin af danska samvinnufélaginu verið ein áfram. Þá hefði ekkert verið breytt um álagningu - sama ástand var í Noregi er ég bjó þar og eflaust hefur þetta verið svipað hér handan sundsins (Svíþjóð) þannig að samvinnuhugsjónin var svipuð hér og hjá ykkur hér áður fyrr = græða græða græða

Jón Arnar, 29.1.2009 kl. 20:21

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Eitthvað segir mér að eftir ekki svo langan tíma þá munum við sjá hér samvinnufélög af ýmsum toga, kreppan mun neyða og hvetja fólk til þess.

Arinbjörn Kúld, 30.1.2009 kl. 00:38

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Vertu ekki að blanda saman þeim kaupfélögum sem voru búin að gleyma samvinnuhugsjóninni og samvinnufélögum, Arnþór

Gestur Guðjónsson, 31.1.2009 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband