Gjaldþrot íhaldsins staðfest

Það er með ólíkindum að þörf sé á að stofna þennan starfshóp í þeim flokki sem borið hefur ábyrgð á efnahagsstjórn landsins síðustu 17 ár.

Var sem sagt ekkert búið að kortleggja hvað þyrfti að gera til að endurreisa atvinnulífið alla þá rúmu 100 daga sem nú eru liðnir frá bankahruninu?

Þvílíkt gjaldþrot!


mbl.is Vilhjálmur leiðir endurreisnarnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég er alveg sammála þér um þetta, Gestur.  Það er með ólíkindum að Sjálfstæðisflokkurinn skuli stofna þessa nefnd núna og vegna landsfundarins í mars, en ekki fyrir langa löngu.  Af hverju var þetta ekki gert fyrir fundinn sem átti að vera um þessa helgi?  Þetta er svo mikið bull, að það nær engri átt.

Marinó G. Njálsson, 30.1.2009 kl. 16:37

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Fum, fát og paník.

Arinbjörn Kúld, 31.1.2009 kl. 12:47

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Strákar mínir, hafa Framsóknarflokkurinn og hinir vinstri flokkarnir á að skipa einhverri svona nefnd.

Reynum nú að vera jákvæðir og fagna því ef einhver vill gera eitthvað eins og ástandið er í dag.

Ekki virðist Framsóknarflokkurninn með sína spillingarfortíð hafa stigið heillaspor þegar þeir buðu þessari nýju minnihluta kommúnistastjórn stuðning sinn.  Hljóp ekki nýji formaðurinn á sig, greinilega algert reynsluleysi.

Og sennilega gefur þetta Sjálfstæðisflokknum gott tækifæri til að ná vopnum sínum á ný eða hvað ??

Sigurður Sigurðsson, 31.1.2009 kl. 13:55

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég fagna því SISI að þú viðurkennir spillingu í fortíðinni.  Skref í rétta átt hjá sjálfstæðismanni.

Anna Einarsdóttir, 31.1.2009 kl. 14:51

5 Smámynd: Sævar Helgason

Sjálfstæðisflokkurinn er klárlega í alvarlegri afneitun. Hugmyndafræði hans  og sjálfur grunnurinn er í rúst.  Sjálfstæðisflokkurinn er lamaður og hefur verið frá því fyrir hrunið.

Sævar Helgason, 31.1.2009 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband