Nú eru menn að tala saman!

Greinargerð Indriða H Þorlákssonar um þjóðhagsleg áhrif áliðnaðarins á íslenskan þjóðarhag og viðbrögð Samtaka iðnaðarins við henni er með því betra sem maður hefur séð í samfélagsumræðunni lengi. Rökræða á upphrópunarlausum grunni.

En ef viðhorf Indriða, um að ekki eigi að reikna afleidd störf inn í þjóðhagsleg áhrif álvera, yrði yfirfært á aðra starfsemi í landinu, mætti ekki reikna starfsemi afurðastöðva sem hluta landbúnaðar, sem gerði illréttlætanlegt að vernda íslenskan landbúnað og starfsemi fiskvinnslu sem hluta fiskveiða, sem gerði illréttlætanlegt að vera á móti því að flytja hann óunninn úr landi.

Þær hendur sem hefðu atvinnu af því hefðu einhverja aðra verðmætaskapandi iðju ef þess nyti ekki við. Að mínu mati átti þetta tæplega við þegar þenslan var sem mest og alls ekki nú, þegar atvinnuleysi fer vaxandi.

Ég hlakka til að sjá viðbrögð Indriða við viðbrögðum SI.


mbl.is Vanmetur mikilvægið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Karl Magnússon

Gestur:

Ég verð nú að segja að þetta svar Samtaka Iðnaðarins er svo fjarri þeim gæðum sem við sjáum í skýrslu/samantekt Indriða að það er næstum móðgun að líkja þeim saman á nokkurn hátt. Röksemdarfærsla Indriða um það hvers vegna hann tekur EKKI TILLIT til starfanna sem skapast er vel útfærð og studd tilvitnunum í rannsóknir. Þetta má allt finna í skýrslu Indriða. Þetta afgreiða Samtök Iðnaðarins með harla léttvægum rökum.

Ég mæli með aðfólk lesi skýrslu Indriða áður en það tekur undir gagnrýni SI.

Magnús Karl Magnússon, 3.2.2009 kl. 22:54

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Gestur

Samkvæmt þessum Indriða þá er eins gott að það finnist aldrei olía, gull, demantar, gas eða fiskur, rolla, kú eða kýrhaus á Íslandi. Það eiga náttúrlega allir helst að vinna hjá ríkinu. Svo þarf bara að hækka verðið á rafmagninu til þess að fólk og fyrirtæki slökkvi og þá er hægt að slökkva á virkjununum. Þá væri allt gott.

Þetta eru leifarnar af gamla "central planning" kerfinu. Einbeita á sér að því að reisa eldspýtnaverksmiðjur um allt land sem búa til eldspýtur úr rekavið og að þær verði handflokkaðar og handraðað í stokkana. Svo verða þær fluttar úr landi, og helst niðurgreiddar. Allir fá vinnu.

Á meðan virkanir Íslands mala gull 24/365 næstu 100 árin þá geta landsmenn stundað það sem ekki þarf bráðnauðsynlega að vera sjálfsþurftarbúskapur, eins og til dæmis að gera við fólk á sjúkrahúsum eða selja því ís og nammi svo það geti skrifað t.d hugbúnað, bækur eða víxla.

Það var einmitt þessi hugsunarháttur um hvað er arðsamt og hvað er ekki arðsamt sem kom í veg fyrir að menn fjárfestu í fyrirtækjum eins og t.d. Microsoft árið 1984 þegar enginn vissi hvað hugbúnaðarhús var. En þeir sem höfðu opinn huga urðu millar og gátu fjárfest í því sem þeim lysti.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 4.2.2009 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband