Verða tillögur Framsóknar eina framlag íslenskra stjórnmála til IMF?
25.2.2009 | 21:04
Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram tillögur til að bregðast við fjárhagsvanda heimila og fyrirtækja.
Mér sýnast það vera einu tillögurnar sem sendinefnd IMF hefur um að ræða, til að bæta það plan sem þegar liggur fyrir og virðist ekkert vera að ganga.
Þrátt fyrir að hafa verið í ríkisstjórn í 100 daga eftir bankahrunið, með aðgengi að öllum sérfræðingum stjórnarráðsins og heimildir til að ráða sér sérfræðinga, kom Sjálfstæðisflokkurinn ekki fram með neinar tillögur sem gengu upp. Í það minnsta komust þær ekki til framkvæmda. Það var ekki fyrr en flokkurinn hafði hrakist úr ríkisstjórn sökum aðgerðarleysis að hann fer að vinna að efnahagstillögum.
Hinir stjórnmálaflokkarnir virðast ekkert hafa fram að færa.
Ekkert.
Við myndun minnihlutastjórnarinnar kom berlega í ljós að VG og Samfylkingin voru algerlega ráðþrota í efnahagsmálum. Bara sett fram göfug markmið, sem allir geta verið sammála um, en engar leiðir.
Þeir sem gagnrýna tillögur Framsóknar ættu að hafa þetta í huga og ber í rauninni skylda til að koma þá fram með betri tillögur til að ná þeim markmiðum sem þeim er ætlað að ná og allir eru sammála um, að bæta hag heimilanna og koma atvinnulífinu til hjálpar.
Þetta sýnir enn og aftur að ef við eigum að búa við styrka efnahagsstjórn, verður Framsókn að koma að málum.
Tækninefnd IMF komin til landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.