Góðir menn ráðnir ólöglega?

Vandræðagangurinn við að skipta um yfirstjórn Seðlabankans virðist ætla að vera yfirgengilegur.

Í ferlinu hefur Samfylkingin og Vinstri græn komið upp um sig sem valdhrokaflokka, sem ráðast á allt og alla með svívirðingum og látum, sé ekki farið í einu og öllu að þeirra vilja, þrátt fyrir þá staðreynd að þeir séu í minnihlutastjórn. Ég held að þeim hefði verið nær að benda sjaldnar á stjórnarhefðir á Norðurlöndunum á undanförnum árum en taka þess í stað betur eftir því hvernig minnihlutastjórnir starfa þar og fara jafnvel eitthvað að fordæmi þeirra.

Það er greinilegt að þegar Framsókn gerir stjórnarsáttmála við Samfylkinguna að loknum kosningum, þarf sá sáttmáli að verulegu leiti að snúast um vinnubrögð og drengskap, auk stefnumálanna.

Fyrst ríkisstjórnin hafði útlending í huga sem seðlabankastjóra, sem mér finnst afar jákvætt, hefði hún samt átt að ganga þannig frá málum að það væri hafið yfir allan vafa að það væri löglegt.

Íslenskir embættismenn eiga samkvæmt stjórnarskrá að vera íslenskir ríkisborgarar, en í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er meginreglan að þeir þurfa að vera íslenskir ríkisborgarar og það á einnig við um seðlabankastjóra.

Manni fer að bjóða í grun að það eina sem þessi ríkisstjórn muni koma í verk sé að skipta um Seðlabankastjóra.

Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við efnahagstillögum Framsóknar eru að minnsta kosti á þá lund að hugurinn virðist ekki vera á þeim slóðum.


mbl.is Nýr seðlabankastjóri settur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað er maðurinn settur - ekki má skipa erlendan þegn til embættis hér. Öðru máli gegnir um setningu í embætti, sem er alltaf bráðabirgðaráðstöfun. Fordæmi eru fyrir því að útlendingar hafi verið settir til embætta (ég er einn þeirra). Hafi það verið ólöglegt, þá er það tiltölulega nýskeð.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 10:27

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Carlos. Mér þætti vel skoðandi að í ákveðnar stöður, eins og til dæmis Seðlabankastjorastöðu mætti ráða mann sem er ekki íslenskur ríkisborgari.

Gestur Guðjónsson, 27.2.2009 kl. 10:28

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Já, Gestur sæll. Það mætti halda að Steingrímur J. sæti í skjóli Sosialistisk Venstre.

Emil Örn Kristjánsson, 27.2.2009 kl. 16:39

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gestur!  Við hefðum kanski átt að ráða "Lalla Jóns" með miklu lægri laun. við hefðum sparað mikið á því.

Hvað er "löglegt" lengur á Íslandi? Ríkisborgari? Þú mátt vinna í öllum norðurlöndum í hvaða embætti sem er eða hvaða vinnu sem er. Þú hefur bara rétt til að kjósa í bæjarsjórn, enn ekki  þingkosningum!

það má ráða Seðlabankastjóra frá öllum norðurlöndum samkv. lögum.

Vitnaðu í lög sem banna það og ekki vera að búa til þín eigin lög. Þú ert of snjall til að láta svona úr úr þér.

Seðlabankastjóri krefst ekki Ríkisborgararéttar. Svo fyrir utan þá staðreynd að það er engin á Íslandi sem kann Íslensk fjármál.

Vittna í fjárhagstöðu Íslands í dag ef það er nóg sönnun fyrir þig.

Pistillinn þinn er bæði góður og slæmur. Ég er ekki alveg að átta mig á þessu með Ríkisborgararétt og hvað þú ert að fara. Les of pistlanna þína og og kommentera ekki. Þeirr hafa verið flestir mjög góðir að mínu mati.

Enn engin er fullkominn, og þú ert það greinilega ekki heldur...  

Óskar Arnórsson, 27.2.2009 kl. 20:13

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

"...þegar Framsókn gerir stjórnarsáttmála við Samfylkinguna að loknum kosningum..."

Við skulum vona að það gerist ekki. Sjallar og frammarar mega vera í fríi í nokkur ár í viðbót.

Villi Asgeirsson, 27.2.2009 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband