Flokkurinn fyrst - þjóðin svo

Það að Sjálfstæðismenn vilji ljúka þingstörfum nú er með ólíkindum, en eins og Geir H Haarde, formaður flokksins opinberaði svo vel um daginn, þarf Flokkurinn tíma til að halda Landsfund, sýsla í prófkjörum og móta stefnuskrá.

Á meðan á Róm bara að brenna, meðan Neró spilar á sína Sjálfstæðishörpu.

Fussumsvei.

Það sem við þurfum er að koma í gegn raunhæfum aðgerðum til að koma hjólum efnahagslífsins af stað á ný, svo sem fæst heimili þurfi neyðaraðstoð, sem einnig þarf að koma í gegn, með raunhæfum hætti, en ekki svona málþóf og bull.


mbl.is Saka sjálfstæðismenn um málþóf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Þetta lið hugsar bara um afturendan á sjálfum sér, þeir halda að það sé skilda að vera á móti. Þó að þeir væru sammála þá má það ekki fréttast.

Annars var ég að blogga um þetta sama fyrir stundu.

Sigurveig Eysteins, 10.3.2009 kl. 00:56

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Sammála þessu Gestur. Flokkurinn getur ekki staðið í málþófi núna þegar svona mikið er lagt undir heldur ætti að styðja ríkisstjórnina í að koma efnahagslífinu í samt lag aftur.

Hilmar Gunnlaugsson, 10.3.2009 kl. 00:57

3 Smámynd: sterlends

....er nú bólusettur fyrir lífstíð. Kerfi sem heldur fimmtungi til fjórðungi fólks atvinnulausu, efnahagsstjórn sem byggir ekki á bindiskyldu eða stýrivöxtum heldur notar atvinnuleysi sem hagstjórnartæki, skattpíning á alla þá sem vilja koma undir sig fótunum þannig að það sé aldrei hægt og skattkerfi sem "neyðir" alla sem eru með háar tekjur til að flýja til Kýpur eða annarra skattaparadísa er einfaldlega samfélag sem ég vil ekki stefna að á Íslandi. Ég vil sjálfbærni, jöfnuð, virðingu og heilbrigði um leið og ég vil fá að njóta mín.

Gestur.....ertu eitthvað klikkaður?

sterlends, 10.3.2009 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband