Trúverðug aðgerð

Þegar fréttin um yfirtöku Straums barst í fyrramorgun brá mér við og fannst hún skrítin, af hverju fjárfestingabanki, sem Seðlabankinn vildi ekki veita þrautavaralán vegna þess hversu lítil innlend starfsemi hans væri, skyldi vera yfirtekinn af íslenska ríkinu.

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra kom svo strax fram á Alþingi og í fjölmiðlum og útskýrði málið á skiljanlegan og traustan hátt.

Ég er sáttur við hans útskýringar og treysti því að ákvörðunin hafi verið rétt. Þær upplýsingar sem svo eru að berast núna styrkja það traust bara enn frekar.

Þvílíkur munur að hafa svona menn í ríkisstjórn.


mbl.is Íbúðalánasjóður átti milljarða hjá Straumi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Rétt, það er loks gott að geta eða alla vega finna fyrir trausti í garð einhvers. Dáldil nýbreytni í því.

Arinbjörn Kúld, 10.3.2009 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband