Lítt marktækt hættumat fyrir siglingar
12.3.2009 | 12:19
Ég fagnaði því að unnið skyldi hættumat fyrir Ísland. Hélt ég að það væri hægt að nota sem grunngagn við ákvarðanir um öryggisráðstafanir sem víðast í samfélaginu, t.d. við siglingavernd, þar sem ég starfa, hef unnið þónokkur hættumöt og verndaráætlanir byggðar á þeim. Sama ætti að eiga við um flugið.
Nú er hættumat fyrir Ísland komið út og kemur fram að við vinnslu þess hafi verið talað við fjölmarga aðila, en það stingur djúpt í augun að þar á meðal er ekki yfirvald siglingaverndarmála, Siglingastofnun, sem ber ábyrgð á hryðjuverkavörnum hafna og farskipa.
Sömuleiðis er talað við Flugstoðir ohf, en ekki Flugmálastjórn, sem er yfirvald flugverndarmála og ber ábyrgð á hryðjuverkavörnum flugvalla og loftfara!
Í hættumatinu er heldur ekkert fjallað um siglingavernd, bara siglingaöryggi og bara þá afmörkuðu hættu sem mengunarhætta og hætta á slysum við skemmtiferðaskip eru. Ef fjalla ætti um öryggismál, þe safety, en ekki security, skipa með þessum hætti, hefði nú ekki verið gustuk að tala einnig um öryggismál annarra sjófarenda eins og fiskimanna eða farmanna almennt? Ég veit ekki betur en það hafi verið sjómenn úr þessum stéttum sem hafa verið að farast hér við Ísland, ekki skemmtiferðaskipa eða olíuskipa.
Þetta þýðir í mínum augum að hættumatið, sem ég hélt reyndar að yrði alltaf að vera trúnaðargagn, en ekki auglýst skýrsla, getur ekki nýst sem grundvöllur að áhættumati siglingaverndar og er ég efins um að það geti nýst sem grundvöllur að áhættumati flugverndar.
Er þá eðlilegt að spurt sé hvort það hafi verið þess virði að fara út í þennan leiðangur?
Fleira hættulegt en herir og hryðjuverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.